15.3.2022 | 10:47
Furstynja, ekki prinsessa
Það er alltaf gaman að lesa um blessað kóngafólkið og ekki ónýtt að því séu gerð skil við og við í blöðunum.
En rétt skal vera rétt... Charlene af Mónakó er ekki prinsessa. Hún er furstynja enda er Albert eiginmaður hennar fursti af Mónakó og ríkjandi þjóðhöfðingi í þessu litla ríki síðan 2005. En það ár lézt faðir hans Rainer fursti.
Á íslenzku og fleiri tungumálum, s.s. þýzku og dönsku, er þó nokkur munur á prins og fursta. Prins er er óskilgreindur titill, sem oftast er notaður af sonum ríkjandi þjóðhöfðingja. Fursti er hins vegar titill höfðingja sem ríkir yfir furstadæmi.
Hér í eina tíð var nokkur fjöldi þjóðhöfðingja sem bar titilinn fursti þó í dag séu sjálfstæðu furstadæmin í Evrópu aðeins þrjú en það eru Andorra, Liechtenstein og Mónakó. Og vel að merkja þá er Andorra ekki erfðafurstadæmi.
Á ensku er hins vegar notað sama orðið yfir prins og fursta (prince) og það kann oft að rugla við heimildaöflun. Á ensku eru furstarnir Albert í Mónakó og Hans Adam í Liechtenstein kallaðir "sovereign prince" á þýzku "Fürst", á dönsku "fyrste" og á íslenzku fursti og það setur þá þó nokkuð ofar óskilgreindum prinsum annarra konungsætta í virðingarröðinni og þar af leiðandi eiginkonur þeirra ofar venjulegum prinsessum.
Þetta hefur einmitt oft leitt til þess að Albert hefur verið ranglega kallaður prins og móðir hans, Grace, var oft ranglega nefnd prinsessa.
Það væri í raun nær sanni hefði fyrirsögnin verðið "Drottningin er komin heim til sín". Þó það hefði s.s. ekki verið hárrétt heldur.
Prinsessan er komin heim til sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 4909
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.