Afturhvarf til skelfilegrar fortíðar

Við sem höfum búið lengi í Grafarvogshverfinu munum vel hversu skelfilegt ástandið gat verið á leið í úr vinnu á álagstímum í umferðinni.

Þegar Gullinbrú var aðeins með eina akrein í hvora átt og var önnur tveggja umferðatenginga við Grafarvogshverfi. Umferðin gat gengið mjög hægt með tilheyrandi svifryksmengun og bensínútblæstri. Hvað þá þegar eitthvað gerði að veðri á vetrum.

 

Á þeim tíma voru tvö stjórnmálaöfl sem tókust á um völdin í Reykjavík, Sjálfstæðisflokkurinn og R-listinn. Bæði þessi framboð voru með það á stefnuskrá sinni að breikka Gullinbrú enda ástandið skelfilegt.

 

Nú bregður svo við að í lýsingu Samfylkingar og BF að hverfaskipulagi fyrir Grafarvog er gert ráð fyrir því að mjókka Gullinbrú aftur niður í eina akrein í hvora átt. Og þó hefur íbúafjöldi hverfisins heldur aukist. Áætlanir þeirra gera ráð fyrir hjóla- og göngubraut á miðri brúnni. Brú sem er sérstaklega vel hönnuð fyrir með blandaða umferð í huga, með akbraut á efri hæð en hjóla- og göngubraut á neðri hæð.

 

Lýsing að hverfaskipulagi er, eðli málsins samkvæmt, stefnuyfirlýsing viðkomandi stjórnmálaafls um það hvernig viðkomandi hverfi skuli byggjast og þróast til framtíðar. Núverandi meirihluti í borgarstjórn lét vinna lýsingu að hverfisskipulagi fyrir 8 hverfi borgarinnar sem samþykkt voru úr nefndum með öllum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar og BF og sem síðan voru lögð fyrir borgarráð. Þegar innihald væntanlegs hverfaskipulags fyrir Vestubæ leit dagsins ljós voru viðbrögð slík að meirhlutinn laumaði öllum lýsingum að hverfaskipulagi út af vef borgarinnar nú í aðdraganda kosninga og hafa síðan neitað innihaldi þeirra fullum hálsi.

 

Téðar lýsingar eru eftir sem áður til, unnar samkvæmt framtíðarsýn Samfylkingar og BF og ekkert einfaldara en að draga þær fram að kosningum loknum ef svo fer sem horfir.

 

Hvað okkur Grafarvogsbúa varðar er þetta ekki allt. Því það stendur einnig til að setja upp þrengingar á Borgarveg, sem er mikilvæg tengibraut í hverfinu, en á sama tíma að opna botngötur og veita umferð í gegnum íbúðagötur, sem hingað til hafa verið lausar við erindislausa bílaumferð.

 

Hvað gengur þessu fólki til?

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Það kom fram í sjónvarpsumræðum núna í kvöld að þessi færsla þín er tómt bull.

Skeggi Skaftason, 31.5.2014 kl. 00:06

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Bull? Af hverju segir þú það?

Emil Örn Kristjánsson, 2.6.2014 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 4892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband