Ómarktækur fautaþyrill...

Hvað gengur eiginlega að manninum Össuri?

Í síðustu viku var skrifað undir fríverzlunarsamning við Hong Kong. Össur Skarphéðinsson rómaði þann samning í hástert og sagði hann "af nýrri kynslóð fríverzlunarsamninga". Ég efast ekki um að hér er um einstakan og góðan samning að ræða. Samning sem er fremri nokkrum þeim samningi, sem ESB hefur getað gert við Hong Kong eða Kína. Össur má því með réttu vera ánægður með þennan árangur.

Manni bregður því brún þegar sá sami Össur Skarphéðinsson fagnar því að hafnar séu formlegar aðildarviðræður Íslands við ESB og óskar þess um leið að umræddar viðræður megi ganga sem hraðast og bezt fyrir sig.

Hví í ósköpunum er maðurinn að fagna Hong Kong-samningunum fyrst honum er svona í mun að fella alla milliríkjasamninga sem Íslendingar hafa gert hingað til og hlaupa inn in ESB-búrið? Hvað gengur honum til að semja við fólk sem hann vill ekki eiga í samningum við? Af hverju vill hann ekki láta Ísland njóta þeirra samninga sem þeir hafa náð að gera?

Það er ekkert að marka mannkertið Össur Skarphéðinsson. Hann talar eitt í aðra átt og annað í hina. Hvaða trúverðugleika á hann eiginlega eftir.


mbl.is Söguleg stund fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Hann á alls engan trúverðugleika eftir.

Snorri Hansson, 27.6.2011 kl. 17:47

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei, engan,alls engan.

Helga Kristjánsdóttir, 27.6.2011 kl. 21:35

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það vantar allan trúverðuleika í alla ríkisstjórnina.

Eggert Guðmundsson, 27.6.2011 kl. 21:53

4 identicon

Svei mér þá, það mætti halda að þið væruð illa gefin ... fríverzlunarsamningur við Hong Kong?

Hong Kong, er ekkert samningamál í dag.  Hong Kong fer yfir til Shenzhen í Kína og lætur þá framleiða hlutina fyrir sig, á slikk prís.  Síðan fer þetta yfir til Hong Kong, og þar er þetta selt rán dýrt.

Ég tek sem dæmi, mig langar að kaupa mér mús fyrir tölvuna mína.  Ég fer til Hong Kong, og kaupi hana á slikk prís, fyrir 45 Hong Kong dollara.  Ég tel mig hafa gert alveg rosaleg kaup.  Ég fer með kunningja mínum, í smá ferð yfir til Kína ... tekur hálftíma að keyra.  Þar hitti ég nokkra æðislega kana, sem segja mér frá ímsum verzlunum.  Ég fer til Nanshan, sem er fína hverfið og fer þar inn á verzlunarbarinn, og finn músina mína góðu .. á 30 Renminbi (Yuan).  Síðan fer ég inn í miðbæinn, inn til Futian hverfið, og þar finn ég sömu mús á 20 yuan.  Núna hugsa ég, ó, blessaður vertu þetta kína dót er ekki eins gott og það í Hong Kong ...

Allar vörur í Hong Kong, koma úr Kína.

Og menn telja þetta vera góðan samning?

Þið eigið bágt, og það reglulega mikið af því ... hvenær ætlið þið að læra, að fá fólk sem VEIT hvað það er að gera, til að gera hlutina?

ESB er í dag, ekkert umhverfi sem lokar fyrir verzlun við erlend ríki.  Langt í frá, því aðeins með hjálp ESB, var bandaríkjamönnum fært að kaupa og selja Volvo og Saab, á slik prís hingað og þangað.  Og með því skapa tugþúsunda manna atvinnuleysi í kjölfarið.

Og ef þú hefur eitthvert vit í hausnum, þá skaltu skoða merkimiðan á vörunum sem ESB er að selja þér ... því þú munt sjá "Made in China" á öllum þessum vörum.

Svei mér þá, þið eigið erfitt ... hvar er olíu samningurinn, sem þið voruð með á borðinu? hvar er boruninn á drekasvæðinu? hvar er vinnslan á títan?

Farið nú og singið ... hvar er olían, hvar títanið ... hvar Özzur, hvar er Davíð, hvar er Jóhanna ... verið viss um að það var hér allt í gær ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 08:51

5 identicon

Og að lokum, svona til að trompa hlutina ... þegar þið eruð annars vegar í Kína og ferðast.  þá verðið þið hreinlega að njóta útsýnisins, og upplifa Kína í heild sinni ... þið munuð meðal annars upplifa ..

Hard Rock, 7-11, Metro, nVidia, NASA, Dunkin Donut's, Mc Donalds, Wall Mart, Starbuck's ...

Þið verðið alveg örugglega fyrstir með að gera samninga þarna strákar ... flítið ykkur nú.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 09:02

6 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ég þakka ykkur öllum fyrir innlitið. Hér virðist álit manna, karla og kvenna, vera nokkuð á einn veg nema hjá æringjanum Bjarne Erni.

Hvernig er það annars, Bjarne minn? Fórstu nokkuð öfugt fram úr í morgun? Ég fagna því að eiga málefnalegar rökræður við fólk, sem er á öndverðum meiði við mig en ég hlýt þá að gera þá kröfu að það haldi sig við efnið.

Þú ert s.s. búinn að koma því að þú hefur farið til Kína og búinn að upplifa það í heild sinni, líklega betur en nokkur annar. Gott hjá þér. Umræðan snýst einfaldlega ekki um tölvumýs frá Kína, ferðalög þín eða einstæðar upplifanir.

Umræðan snýst um það hvort og hversvegna Ísland ætti að einangra sig í félagsskapnum ESB. Ég tók þennan ágæta fríverzlunarsamning við Hong Kong sem dæmi um það sem við værum að varpa fyrir róða annars vegar og einnig sem dæmi um tvískinnung Össurar Skarphéðinssonar.

Fríverzlunarsamningurinn hefur ekkert með kínverskar tölvumýs að gera. Hann hefur allt með samkeppnishæfni íslenzkra útflutningsvara á þessum markaði að gera og hann er dæmi um það hvers við erum megnum vegna þess að við getum samið á okkar eigin forsendum. Ekki svo að skilja að þessi samningur sé það sem þjóðfélag okkar stendur og fellur með.

Værum við hins vegar aðilar að ESB þá hefðum við enga heimilid til slíkra sérsamninga og ég fullyrði að ESB yrði miklu þyngra, ef ekki ómögulegt, að semja við Hong Kong um fríverzlun með sjávarfang. Auk þess, sem ég held að þeir hefðu ósköp lítinn áhuga á að vera að semja sérstaklega við Hong Kong þar sem byggðarlag það er lítið í augum ESB þó það sé stórt tækifæri fyrir Íslendinga.

Vertu svo ávallt velkominn á þennan vettvang, drengur minn, en haltu þig í farmtíðinni við efnið og temdu þér aðeins meiri kurteisi.

Emil Örn Kristjánsson, 28.6.2011 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband