14.4.2011 | 17:19
Hver er ekki á móti stríði?
Ég er líka friðarsinni og ég er líka á móti hernaði. Og hver er ekki á móti stríði? Ég skil samt ekki hvernig borgarstjóri getur á þennan hátt færzt undan embættisskyldum sínum.
Hefðu þessi skipakoma átt sér stað seinni hluta árs 1939 hefði ég skilið viðbrögð hans. Þessi skip koma hins vegar ekki í hernaðarlegum tilgangi. Þvert á móti. Þessi skipakoma er friðsamleg og það er ekkert sem afsakar þessa afstöðu borgarstjóra.
Hve lengi á hann að komast upp með fíflaganginn? Hvað kemur næst?
Ætlar hann kannske að vísa öllum sendiráðum þeirra ríkja, sem halda úti her, burt úr borginni? Rétt eins og hann vísaði þessum þýzku herskipum frá Miðbakka og út í Sundahöfn? Það yrði þá líklega ekkert sendiráð eftir í borginni.
Hann ætlar kannske líka að vísa utanríkisráðuneytinu útfyrir borgarmörkin?
Á móti hernaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 4902
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Herskip hafa EKKERT til Íslands að gera, og þaðan af síður Þýsk, Bresk eða annarra Evrópu þjóða. Ísland er í dag ÓVINA ÞJÓÐ Evrópuríkja, eftir NEI´ið. Þjóð sem hefur NEITAÐ að meðhöndla aðra borgara evrópu á sama grundvelli og Íslendinga.
Slíkt NEI, er ekki stríðsyfirlýsing af hálfu Íslendinga í sjálfu sér, en hún er nærri því að vera það.
Mikið eiga menn erfitt með að skilja hvað þeir hafa kosið sér.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 18:33
Þú segir það já, Bjarne. Það hefur nú enn ekki verið lýst yfir stríði frá hvorugum aðilanum. Og því fer fjarri að þessi heimsókn sé í hernaðarlegum tilgangi, hvað þá að hér sé stríðsástand. Einn tilgangur þessarar heimsóknar er að lána Landhelgisgæzlunni þyrlu meðan önnur þyrlan hennar er í viðgerð.
Eftir sem áður er þetta ein af embættisskyldum borgarstjóra og kæri hann sig ekki um að gegna henni á hann einfaldlega að senda einhvern annan til þess. Til dæmis forseta borgarstjórnar eða formann borgarráðs, í stað þess að vera með háværar yfirlýsingar, sem hann getur ekki staðið við. Hvers vegna er hann ekki byrjaður að draga til stafs brottflutning sendiráða úr borginni fyrst þetta er svona mikið hjartans mál?
Emil Örn Kristjánsson, 15.4.2011 kl. 12:12
Að segjast ekki borga, er ekki "stríðsyfirlýsing" í sjálfum sér ... en hún er nærri því að vera það og það veistu sjálfur vinur. Vertu ekki að gera þér upp neinn sýndar kjánaskap. Tilvera þýskra skipa nálægt ströndum Íslands, á þeim tíma sem Ísland á í deilum við Evrópu bandalagið er "hótun", þó hún sé gerð á "vinalegan" hátt. Þetta veistu vel sjálfur. En þjóðverjar hafa þurft að punga út sem nemur miljörðum evra vegna taps Íslensku bankanna, og verða að gera það óbeint vegna hollendinga og breta einnig. því það er fyrst og fremst þýskaland sem fær að púnga út penungunum, fyrir hin ESB löndin. Þetta veistu einnig sjálfur.
Og það er ekkert annað en ófyrirleitni og kjánaháttur, að bjóða heim til landsins erlendum her. Þegar þjóðin á í stjórnarkreppu. Ef skyldi fara svo, að menn færu á götur út og byrjuðu að baula eitthvað og mótmæla, meðan herinn er til staðar. Yrði það "auðvelt" fyrir herinn að "misskilja" friðsamlegt athæfi við mótmæli. Þó þetta sé ólíkleg aðstaða, þá er samt algjör óþarfi og hreinn asnaskapur að vera að ögra örlögunum meir en þegar er verið að gera.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 16:12
Vá, Bjarne. Væri ég með hatt tæki ég ofan fyrir þér. Ég þyki nú hafa nokkuð fjörugt ímyndunarafl en þetta hefði ég ekki getað upphugsað. Hefur þér ekki dottið í hug að gefa út skáldsögu? Það eru margir sem hefðu gaman af svona langsóttum hugmyndum.
Emil Örn Kristjánsson, 15.4.2011 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.