Ofbeldið grímulaust...

Já fínt, segi ég nú bara. Við vitum þá hvar við stöndum gagnvart þessu liði.

Hér birtist ofbeldið grímulaust. Ekki svo að skilja að mér sé mikið í mun að sjá Ísland inni í Evrópusambandinu enda tel ég framtíð okkar betur borgið utan þess.

Þessi orð Sylvesters gefa samt alveg tóninn fyrir það sem koma myndi ef við færum þarna inn. Minni aðildarríkjum er greinilega stillt upp við vegg og þeim er ekki ætlað að komast að annarri niðurstöðu í stórum málum en þeirri sem stærri ríkjum hugnast.

Þar fyrir utan er frekjan með eindæmum. "Íslendingar ættu að skipta um forseta".  Já, einmitt! Ætli það sé ekki okkar að ákveða það, hvað sem okkur finnst um forsetann. Er þetta kannske líka það sem koma myndi?

Nei takk, Sylvester, við höfum ákaflega takmarkaðan áhuga á að einangra okkur frá umheiminum með því að gangast undir ofríki Evrópusambandsins. En þakka þér samt kærlega fyrir að gera okkur ljóst hvers við megum vænta og hvað við ættum að forðast.

Svo held ég að það ætti að vera blaut tuska í andlit já-sinna og Evrópusambandssinna að postularnir í ESB telja það "blekkingu" að eignasafn þrotabús Landsbankans nái að greiða það sem útaf stendur.

Mér hefur nú oftast fundist hollendingar óttalegir dónar en nú tók steininn úr. Ég mun halda áfram efnahagsþvingunum mínum gagnvart þeim og það verður enginn hollenzkur bjór, séniver eða hollenzkt rískex á mínum borðum fyrr þeir læra að koma fram við okkur af meiri kurteisi. 


mbl.is Hóta að standa í vegi aðildar að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hollendingar og Bretar eru líka í viðskiptabanni hjá mér.  Imperialisminn lætur ekki að sér hæða hjá þessum smákóngum, sem gleyma því að þeirra forna frægð er horfin fyrir löngu og emur ekki aftur. Kannski er það biturð þeirra yfir því sem ræður ofstækinu.  Þriðja ríki Evrópusambandsins er komið framyfir sinn D-dag og þeir geta ekkert gert til að sporna við því.  Þegar að því kemur að ræða inngöngu, verður ekkert eftir til að ganga í. Svo hafa þeir alveg séð um það sjálfir, sem er ákveðið afrek.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.4.2011 kl. 19:46

2 Smámynd: Jón Sveinsson

Það var svosem vitað eins og umræðan hefur verið hér á blogginu alt er að koma í ljós fólkið í landinu veit meira,

vonandi vakna já sinnar því sannleikurinn kemur alltaf í ljós þegar fólkið stendur saman hollens og bresk stjórnvöld vita upp á sig sakir og eru nú hræddir við almenning í sínum löndum og við megum ekki láta deigan síga NEI ICÞJÓFNAÐURINN NEI ESB.         Og áfram Ólafur Ragnar Grímsson...

Jón Sveinsson, 12.4.2011 kl. 12:44

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Þakka ykkur innlitið, piltar. Stöndum saman og látum þá finna fyrir því... Líklegast er það þó rétt að það er ekki langt þangað til Evrópusambandið vex úr sér. Það er alla vega löngu vaxið sjálfu sér yfir höfuð.

Emil Örn Kristjánsson, 12.4.2011 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband