6.4.2011 | 15:01
Hverra erinda ganga þessir menn?
Hvað gengur Vilhjálmi Egilssyni og Gylfa Arnbjörnssyni eiginlega til? Hverra erinda ganga þessir menn?
Hagþróun, fjárfestingar í atvinnutækifærum, fjármagnsflæði og lánalínur; þetta hefur nákvæmlega ekkert með Æsseif að gera. Það er almenn skattpíning bæði einstaklinga og fyrirtækja og ráð- og dáðleysi ríkisstjórnarinnar sem hafur með þetta allt að gera. Ekki það hvort sagt verður já eða nei við Æsseif á laugardaginn.
Mikil er ábyrgð þessara manna og vondur verður dómur sögunnar um þá. Rétt eins og um friðkaupendur á 4. áratug síðustu aldar, sem létu stöðugt undan til að halda friðinn þar til óvinurinn hélt að hann kæmist upp með hvað sem er. Hjá hverjum eru þessir menn á mála? Hvernig dirfast þeir að beita svona ómerkilegum aðferðum?
Hvað mig varðar er ég búinn að heyra nóg af tölum og því "hvað gæti hugsanlega gerst í versta falli ef" og "hvað megi reikna með að niðurstaðan verði ef þetta fæst fyrir hitt". Ég ætla ekki að láta "ískalt mat" ráða því hvernig ég kýs.
Ég ætla að láta réttlætiskennd mína ráða. Ég ætla að kjósa með hjartanu. Ég ætla að segja NEI!
Gengur gegn lýðræðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Spurningin er, var ekki Vilhjálmur að hvetja til þess að launþegar segi NEI, það er alveg arfavitlaust að semja til svona langs tíma.
Kjartan Sigurgeirsson, 6.4.2011 kl. 15:39
Já, þú átt við það, Kjartan. Þetta var kannske bara vel meint hjá karlinum.
Emil Örn Kristjánsson, 6.4.2011 kl. 15:40
Þegar ómerkilegir siðblindingjar sem félög launþega og atvinnurekanda treysta fyrir samningum um hagsmunni sína, nota starfsvettvang sinn sem einkaleikvöll og áróðurs tæki við annarleg áhugamál sín, þá eru þeir báðir búnir að opinbera óhæfi sitt og ómerkileg heit.
Hrólfur Þ Hraundal, 6.4.2011 kl. 22:26
Kosningarnar snúast um samþykkt = já - eða - synjun = NEI á opið skuldabréf á ríkissjóð - sem enginn getur vitað um hve mörgum milljörðum það stæði í 2046 - slík samþykkt væri ólöglegur gjörningur sem væri brot á stjórnarskrá.
Slíkur gjörningur gæti leitt til þjóðargjaldþrots - fátæktarfjötra og ánauðar komandi kynslóða.
Mér þykir vænt um börnin mín og barnabörn og mér þykir vænt um þjóð mína og vil þeim ekki slík hörmungar örlög - þess vegna segi ég NEI við Æsseif III svo ólögvarin fjárkúgun Breta og Hollendinga verði ekki gerð að lögvarinni skuld í eigu Breta og Hollendinga með já-innu -
Bjargráð íslensku þjóðarinnar er - NEI við Æsseif III
Sameinuð stöndum vér !
Benedikta E, 7.4.2011 kl. 01:23
Villi var sat nú í nefnd sem verðlaunaði Icesave sem viðskipti ársins hérna rétt fyrir hrun. Skiljanlegt að hann vilji reyna að verja þá sannfæringu.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2011 kl. 09:56
Við héldum að þetta yrði samþykkt. Sagði hann í viðtalinu. Getur verið að Jóhanna og Steingrímur hafi verið búin að lofa Vilhjálmi og Gylfa að Icesave færi klakklaust gegnum þingið? Og svo hafi forsetinn neitað, alveg óvænt og þess vegna sé þessi ringulreið? Ef svo er, þá segi ég nú bara að forsetinn hafi ekki einungis bjargað heilmiklu fjármagni heldur líka orðspori okkar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2011 kl. 10:16
Benedikta,
það er allt ólöglegt ef maður er nógu sannfærður um það sjálfur. Já getur verið nei ef maður vill tala þannig sjálfur.
En ég er samt sammála þér, að nei er gott svar í þessu dæmi.
Þá fáum við að vita hvað gerist þegar maður segir nei, (þegar já var rétta svarið).
Jonsi (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 10:53
Þakka ykkur öllum fyrir innlitið. Þessir 2 menn hafa náttúrulega opinberað hroka sinn og siðblindu í þessu máli. Reyndar hefur ekki verið kveðið upp úr um það að þessar kröfur séu löglegar og þangað til verðum við að ætla að þær séu það ekki.
Orðspor okkar verður ekkert betra við að segja "já"... þvert á móti.
En eins og ég sagði að ofan þá ætla ég að láta mig tölur og vangaveltur litlu varða í þessu máli. Ég ætla að láta hjartað ráða för.
Emil Örn Kristjánsson, 7.4.2011 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.