Í alvöru?

Er þetta ekki örugglega aprílgabb?

Ef ekki getur þá einhver gefið mér góða, ég meina virkilega góða, ástæðu fyrir svona löguðu?


mbl.is Auðveldara verði að flytja gæludýr til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er farið að bólusetja við öllum sjúkdómum sem herja á hunda.

MAST gerði skýrslu að mig minnir í fyrra yfir þá sjúkdóma sem komið hafa upp í einangrun og þeir voru engir. Það eina sem hefur fundist eru snýkjudýr og þau geta komið alveg eins með fuglum eins og hundum

Í dag er 4 vikna einangrun á landinu, þessi tími dugar ekki við eigum að vera 100 % örugg. Þar sem meðgöngutími hundaæðis getur verið mun lengri en 4 vikur ;)

 Þegar ég flyt inn hund og hann fer í einangrun í Hrísey þá er hann sendur með innanlandsflugi hjá Flugfélagi Íslands, þú gætir tekið þessa vél með hundinu þínum til baka frá Akureyri. Ætla að leyfa mér að efast um að vélinn sér sótthreinsuð almennilega á milli.

Einangruninn í Höfnum er girt af og allt í góðu en það geta alveg örugglega mýs rölt þarna upp að og náð sér í eitthvað "hættulegt" 

Bretland var með 6 mánaða einangrun þeir felldu hana niður og tóku upp vegabréf fyrir hunda ef þeir standast allar kröfur.

http://www.althingi.is/altext/139/s/1185.html

Þórdís Björg Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 13:52

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Þakka þér fyrir þetta, Þórdís. Mér heyrist nú á öllu að það væri frekar tilefni til þess að herða kröfurnar en að slaka á þeim.

Annars finnst mér ýmislegt tímabærara en þessi umræða.

Tek fram að ég hef ekkert á móti gæludýrum sem slíkum og hef sjálfur 2 hunda í heimili.

Emil Örn Kristjánsson, 1.4.2011 kl. 14:34

3 identicon

Kröfunar yrðu þær sömu. þeir myndu bara sleppa þessari einangrun sem í mínum huga er gagnslaus og veldur óþarfa álagi á dýrinn.

Ég hef flutt inn 3 hunda og þeir hafa allir farið inn í einangrun í fullkomnu formi en þeir fengu allir sýkingar í einangrun. Ég vill meina að þær hafi komið upp út af stressi í dýrinu, en ekki slæmri meðhöndlun.

Ég allavega væri til í að geta tekið hundana mína með í frí erlendis.

Þórdís Björg Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 14:44

4 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Er það ekki svolítið mikið á skepnuna lagt að fara með hana í tvær 3ja tíma flugferðir eða lengri með hugsanlega tveggja til þriggja vikna millibili?

Auk þess þykir mér það all nokkur áhætta því það er enginn sem getur fylgst með því hvert dýrið hefur farið.

Emil Örn Kristjánsson, 1.4.2011 kl. 14:51

5 identicon

Fug ætti ekki að vera verra en bílferð. Þegar ég sendi hunda í flug þá leik ég við þá alveg eins og ég get þangað til að við þurfum að fara inn og svo sefur seppi vonandi á leiðinni

Hérna er video af einum hvolpi sem ég sendi til Kanada í fyrra flugið var 6 tímar og hann 12 vikna, af videoinu að dæma þá var hann ekki mikið eftir sig eftir allt ferðalagið. 

http://www.youtube.com/watch?v=6T-a3jtf3Sc

Ef hundarnir eru fullbólusettir þá ættu þeir ekki að ná sér í neinn óþvera.

Núna eru t.d. Ticks komið til landsins eitthvað sem ég hafði aldrei séð áður en ég er búin að eiga hunda í 14 ár.  En þær mættu á landið með fuglum en ekki hundum.

Hvað ef þú stígur í hundaskít út á flugvelli áður en þú kemur heim, tekur ekki eftir því og hundurinn þinn fer beint í að sleikja skóinn þegar þú kemur heim ? 

Landið okkar er ekki lokað við höldum það bara. 

Þórdís Björg Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 15:18

6 Smámynd: Rafn Guðmundsson

sennilega er þetta aprílgabb - því miður og ég er sammála Þórdísi að mestu (Landið okkar er ekki lokað við höldum það bara). ég vil meina að SUMIR vilja loka landinu ...

en málið er:

getur þú gefið "ástæðu fyrir svona löguðu?"

Rafn Guðmundsson, 1.4.2011 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 4901

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband