25.3.2011 | 16:43
Veruleikafirrt þvergirðing
Það er reyndar ekki eins það hafi verið framið mannsmorð en lögbrot er jú alltaf lögbrot og lögbrot er dauðans alvara.
Í þessu tilfelli veltir maður því hins vegar fyrir sér hvort maður á frekar að hlæja eða gráta. Umfjöllunin um afbrotaferil Jóhönnu Sigurðardóttur er farin að vera eins og bráðfyndinn farsi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að hér er engu logið og aðalpersónan ætlar sér að sitja sem fastast í stól forsætisráðherra.
Alvarlegast af öllu er að þessi veruleikafirrta þvergirðing getur ekki með nokkru móti viðurkennt að hafa nokkurn tíma, meðvitað eða ómeðvitað, getað gert neitt sem orkað gæti tvímælis.
Jóhanna Sigurðardóttir er svo sannfærð um eigið ágæti og eigin óskeikulleika að öllum hugsandi mönnum, körlum og konum, hlýtur að blöskra. Nema náttúrulega hinum sauðtryggu og auðtrúa flokksdindlum Samfylkingarinnar, sem enn eru blindaðir af bjarma hins ímyndaða geislabaugs leiðtogans, en þeir flokkast víst seint undir "hugsandi fólk".
Einnig brotleg 2007 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Maður er nefndur Davíð Oddsson, sem var líka forsætisráðherra. Þetta heitir stórmenskubrjálæði og fylgir stjórnmálamönnum. Ég man ekki eftir neinum Íslenskum ráðherra,sem hefur sagt af sér, eins og algengt er í siðuðum samfélögum enda er íslenska samfélagið fullkomlega siðlaust. Manst þú eftir einhvejum?
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 21:26
Þakka þér fyrir innlitið, V. Jóhannsson.
Ég verð að vera ósammála þér þegar þú segir íslenzkt samfélag vera fullkomlega siðlaust. Vissulega má margt betur fara og vissulega mætti siðferðið vera betra. Hins vegar held ég að það sé sízt betra í öðrum samfélögum og mér leikur satt að segja forvitni á að vita hvað þú sjálfur kallar "siðuð samfélög".
Þú segist ekki muna eftir neinum íslenzkum ráðherra, sem hefur sagt af sér. Ég man eftir Albert Guðmundssyni, Guðmundi Árna Stefánssyi og Björgvin G. Sigurðssyni.
Hvað Davíð Oddsson kemur málinu við er mér hins vegar fyrirmunað að skilja... Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var líka borgarstjóri en það kemur málinu heldur ekki við.
Emil Örn Kristjánsson, 25.3.2011 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.