24.3.2011 | 15:49
Sjálfhverfur skaðvaldur
Jóhanna Sigurðardóttir segir orðrétt: Dettur einhverjum heilvita manni í hug, að þrjár konur, ég sem forsætisráðherra, ráðuneytisstjórinn í forsætisráðuneytinu og mannauðsráðgjafinn, sem einnig er kona, hafi eina einustu mínútu gert sér í hugarlund að þær væru að brjóta jafnréttislög ...?"
Þá vitum við það: Samkvæmt Jóhönnu Sigurðardóttur þá ætti ekki nokkrum heilvita manna að detta í hug að konur geti brotið jafnréttislög. Hugsanlega finnst Jóhönnu Sigurðardóttur það fáránleg hugmynd að konur geti yfirleitt brotið lög.
Jóhanna Sigurðardóttir segist hafa góða samvizku. Það kemur mér á óvart. Ég vissi ekki til þess að hún hefði samvizku, góða eða slæma.
Ég ætla út af fyrir sig ekki hvorki að tjá mig efnislega um brotið né jafnréttislögin sem slík. Hins vegar er það löngu morgunljóst að Jóhanna Sigurðardóttir er sjálfhverfur skaðvaldur og það væri þjóðfélaginu og jafnvel heimsbyggðinni allri til heilla ef hún yrði tafarlaust leyst undan öllum ábyrgðarstörfum.
Tekur niðurstöðuna alvarlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 4909
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jóhanna forsætis verður sífellt vinsælli.
Hjá mér stígur vísitala hennar hvern dag sem hún situr í embætti við endurreisn þjóðfélags sem virðist haldið illilegri sjálfstortímingarhvöt.
Hjá stórnarandstöðunni er hún æ vinsælli sem skotmark fyrir hvellsprengjur og bullpólitík.
Þorgerður Katrín fer mikinn og talar um hroka Jóhönnu, aumingjalegt yfirklór og húmbúkk. Það er sem hún og hennar flokkur eigi enga fortíð á þeim sviðum sem hér eru til umfjöllunar.
Og ekki bregst ritstjórinn á sprungusvæðinu við Rauðavatn. Hann bregður Jóhönnu um heimsku og skrifar um skipulagsbreytingar í stjórnaráðinu: „Þar var bersýnilega verið að reyna að laga forsætisráðherraembættið að getu viðkomandi persónu.“
Og Björn Bjarnason, sem var sjálfur í skítverkunum, skrifar: „viðbrögð hennar við úrskurðinum sanna mér endanlega að Jóhanna er mesti gervibaráttumaður í stjórnmálum sem ég hef kynnst.“
Allt þetta ómerkilega blaður vegna þess að Jóhanna, þveröfugt við ýmsa fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, framfylgdi vinnureglum sem miða að því að losa tök pólitíkusa á mannaráðningum hjá hinu opinbera.
Hjálmtýr V Heiðdal, 24.3.2011 kl. 21:49
Hvernig dettur konu í hug að kæra til jafnréttisnefndar sem er talin 5. hæfasti umsækjandinn af mjög hæfri matsnefnd að mati forsætisráðherra? Gæti verið að hún hafi skynjað að maðkur væri í mysunni? Gæti verið að það hafi komið skipun um að halda henni niðri þar sem hún hafði starfað með Ingibjörgu (hún var jú lykilmanneskja í hrunstjórninni) og Þórunni? Hefði kannski verið rétt að setja eins og einn karl í að meta umsækjendur' Er ekki sagt að konur séu konum vestar? Hjálmtýr þetta er sjálfsagt allt satt og rétt hjá þér að Jóhanna er frábær stjórnmálamaður enda fer traust til hennar dvínandi og eins og svo oft áður hefur minni hlutinn sem þú tilheyrir rétt fyrir sér.
Helgi H (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 08:52
Konur eru, að brjóta "siðferðislegt" jafnrétti þegar þær krefjast starfa á þeim forsendum að þær séu konur, og að það þurfi fleiri konur í störf og embætti. Það á að fara eftir "hæfni" fólks til starfsins, og getu þess ... ekki skoðana, útlits, þjóðernis, kynferðis eða af því að þær séu konur. Það á ekki að "fleita" fólki í starfið, frekar en að "meina því það" á þeim forsendum að þær séu konur. Því það er jafn slæmt, að "fleyta óhæfum" í starf, eins og að "meina hæfum" starfið.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 10:56
Það er hreint sprenghlægilegt hvað ofsatrúaðir sjálfstæðismenn (sem eru eiginlega þeir einu sem enn skrifa á þetta fyrrum frábæra moggablogg) eru allt í einu orðnir miklir jafnréttissinnar.
Þórir Kjartansson, 25.3.2011 kl. 11:57
Ég þakka ykkur fyrir innlitið, herrar mínir.
Það mátti svo sem búast við því að sauðtryggar spunakringlur Samfylkingarinnar myndu fara á stjá þegar einhver vogar sér að benda á augljósa firringu leiðtogans.
Ég tek fram í færslu minni að ég ætla hvorki að tjá mig efnislega um brotið né um jafnréttislögin sem slík. Og þó ég líti á mig sem jafnréttissinna þá er engin ástæða til þess að gera það að umtalsefni að þessu tilefni, Þórir.
Það sama get ég sagt við ykkur, Bjarne Örn og Helgi. Tilefni færslu minnar er hvorki meint brot né jafnréttislögin sjálf. Það er því óþarfi að missa sig í einhverja útúrdúra um tildrög ráðningar og hugsanlega hæfni viðkomandi umsækjenda.
Það sem slær mig mest er veruleikafirring og hroki forsætisráðherrans, sem hefur enn eina ferðina afhjúpast í umræðu síðustu daga. Ef t.a.m. í tilvitnun minni væri skipt út orðinu kommúnisti fyrir orðið kona þá mætti halda hér væri Klement Gottwald að tala á tékkóslóvakíska þinginu undir lok 5. áratugar síðustu aldar. Í því samhengi hljómar þú, Hjálmtýr sæll, eins og auðtrúa flokksdindill sem er gersamlega blindaður af ímynduðum geislabaugnum á höfði foringjans.
Það að Jóhanna Sigurðardóttir skuli geta haldið því fram við alþjóð að það sé óhugsandi að hún geti brotið lög, hvað þá jafnréttislög og að ákveðinn þjóðfélagshópur, þ.e.a.s. konur, séu yfir það hafnar að geta hugsanlega brotið lög finnst mér einfaldlega bera vott um þvílíka veruleikafirringu að það hljóti að vera einstakt. Það er hins vegar ljóst á viðbrögðum ykkar, herrar mínir, að það er til fólk sem er tilbúið til þess að éta upp hvaða bull sem er sem kann að hrjóta af vörum leiðtogans.
Emil Örn Kristjánsson, 25.3.2011 kl. 14:49
Ef þú Emil Örn ert að halda það að ég sé eitthvað áhangandi Samfylkingunni veður þú algerlega í villu og svíma. Ég er ekki í neinum stjórnmálaflokki og vorkenni sárlega ykkur þessum ofsatrúarmönnum, sem horfið á alla hluti í gegn um ykkar pólitísku gleraugu.
Þórir Kjartansson, 25.3.2011 kl. 17:54
Hafi ég haft þig fyrir rangri sök, Þórir, er mér bæði ljúft og skylt að biðja þig afsökunar. Það kunna að hafa verið fordómar (ályktun dregin að óathuguðu máli) af mér að hafa spyrt þig við Samfylkinguna og þ.a.l. óverðskuldað.
Hins vegar þykja mér gífuryrtir sleggjudómar þínir í minn garð sízt verðskuldaðri. Ég lít svo á að ég sé bæði víðsýnn og umburðarlyndur íhaldsmaður og alls enginn ofsatrúarmaður eins og þú hefur haldið fram.
Emil Örn Kristjánsson, 25.3.2011 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.