Stalín er ekki hér

Jóhönnu Sigurðardóttur finnst ótækt að fólk skuli hafa sjálfstæðar skoðanir. Hún skilur ekki að "hennar fólk" geti ekki andskotast til þess að gera, hugsa og segja eins og hún hefur fyrir lagt.

Jóhanna Sigurðardóttir veit ekki að tími kommúnismans er liðinn og það þykir engum rétt að stjórna með skoðanakúgun hótunum og hræðsluáróðri.

Jóhanna Sigurðardóttir heldur að enn tíðkist baráttuaðferðir flokkssystkina hennar í A-Evrópu frá því fyrir 65 árum síðan.

Jóhanna Sigurðardóttir er veruleikafirrt þvergirðing sem er ekki í neinni snertingu við raunveruleikann.


mbl.is Eru að leika sér að eldinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Af einhverjum ástæðum rifjast upp skipsfélagi minn fyrrverandi sem átti ógurlega erfiða og freka dóttur, hún var bókstaflega að taka hann á taugum.

Þessi góði maður var hörkuduglegur, en greind hafði hann ekki þegið í miklum mæli, það er enginn verri fyrir það.

Við ræddum þetta stundum við hann, stelpan var honum mjög erfið,  hann bjó ekki með barnsmóður sinni,  en hafði stelpuna alltaf hjá sér þegar hann var í landi.

Svo kemur hann glaður um borð einn túrinn og sagði að nú hafi ekki verið neitt mál að hafa stelpuna, hann gaf henni allt það nammi sem hún bað um og lét allt eftir henni, þá var hún óskaplega ljúf og meðfærileg.

Svona er Jóhanna, samfylkingarfólkið lætur allt eftir henni, annars verður hún alveg snarvitlaus.

Þess vegna er allur þessi friður sem Jóhanna talar um í Samfylkingunni.

Mér datt þetta sisvona í hug Emil minn, en ég hef engu við þennan pistil hjá þér að bæta, sammála hverju einasta orði í honum.

Jón Ríkharðsson, 29.1.2011 kl. 22:33

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Mér hefur nú oft dottið það sama í hug.....ég er þér innilega sammála.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 29.1.2011 kl. 22:46

3 identicon

Frábært !

Annars er það skrýtið, Samfylkingin hefur í gegn um árin gagnrýnt "einræði" Davíðs Oddsonar....

Þau ættu að líta í eigin barm.....

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 10:03

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Einræði D.O? virtur og vitur náði hann að sameina sína flokksmenn, Jóhannu dreymir um að leika það eftir. Mislukkað.

Helga Kristjánsdóttir, 30.1.2011 kl. 10:40

5 identicon

Það má nú segja að Davíð Oddsyni hafi tekist að sameina flokksmenn Jóhönnu... fátt sem sameinar kratana betur en hann.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 12:57

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Tek undir með ykkur - gerræðið er komið útfyrir öll velsæmismörk.

Hún tók upp aðgerðir Ingibjargar sem hafði fyrst borgarfulltrúana undir hælnum og  refsaði þeim sem ekki voru henni að skapi - síðan voru þingmenn teknir og marðir undir hælnum.

Tími Jóhönnu - eins og Stalíns er liðinnn. Er kanski ekki alveg viss með Stalín en tími Jóhönnu er liðinn.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 30.1.2011 kl. 13:21

7 identicon

Tími Jóhönnu er ekki liðinn fyrr en við stöndum upp frá tölvunum okkar og förum út á götu! Hún stígur ekki af stalli á meðan við sitjum bara og bloggum. 

Mig dreymdi fyrir stuttu undarlegan og magnþrunginn draum...



Mig dreymdi að þúsundir manna væru á Asturvelli og hópur fólks fór inní Alþingi og batt Jóhönnu og Steingrím föst í ráðherrastólana, (sem þau vilja ekki skilja við) með köðlum og báru þau út á Austurvöll, stilltu þeim upp fyrir framan styttu Jóns Sigurðssonar sem síðan hundskammaði þau! Hann var sem sagt lifnaður við uppá stallinum :))))) Tilfinningaþrunginn draumur á meðan á honum stóð...

anna (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 4909

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband