26.1.2011 | 17:40
Ég er fylgjandi (alvöru) stjórnlagaþingi...
Ég er íhaldsmaður og þrátt fyrir móðursýkislegar upphrópanir forsætisráðherra þá sé ég ekkert að því að kalla saman stjórnlagaþing.
Stjórnarskrá eða stjórnskipunarlög eru þær reglur sem stjórnvöldum ber að fara eftir við stjórn ríkisins. Stjórnarskráin þarf því að vera einföld og knöpp og þar má undir engum kringstæðum finna einhver vafaatriði sem menn (karlar og konur) geta túlkað á mismunandi hátt sér í hag.
Það er því nauðsynlegt að þeir sem koma að gerð hennar sé vel upplýst og ofstopalaust fólk, sem hefur góða heildarsýn og missir ekki sjónar af tilganginum vegna smáatriða og sérhagsmuna. Ég treysti þjóðinni vel til þess að velja þetta fólk og ég tel alþingismenn ekkert endilega vera bezt í stakk búna til þess að búa sjálfum sér til starfsreglur.
Hins vegar þá græt ég ekki að boðað stjórnlagaþing á þessu ári verður nú líklega blásið af. Það þing var ekkert annað en léleg afsökun fyrir því að slíkt þing yrði haldið. Skammarleg tilraun til þess að kveða niður óskir fólks um endurskoðun stjórnarskrárinnar með því að kalla saman einhverja samkundu hverrar tillögur stjórnvöld gátu síðan farið með að lyst. Enda sýndi kjörsóknin að öllum almenningi fannst lítið til koma þótt ég hafi reyndar kosið sjálfur, því mér var annt um að þarna sæti hæft fólk þó vettvangurinn væri ekki eins ég hefði viljað sjá hann.
Vel skal til vanda, sem lengi skal standa. Stjórnlagaþing er ekki eitthvað sem forsætisráðherra hristir fram úr erminni. Stjórnlagaþing krefst langs og vandaðs undirbúnings. Ég vil sjá blásið til stjórnlagaþings að loknum Alþingiskosningum þar sem tvö þing hafa samþykkt þá r (eins og krafist er við slíkar breytingar) að þar til boðað stjórnlagaþing hafi, ásamt þjóðinni, vald til þess að setja ríkinu nýja stjórnarskrá.
Ég vil að slíku stjórnlagaþingi sé gert að bera drög sín undir þjóðaratkvæði og það sé í valdi þjóðarinnar að samþykkja slík drög eða hafna þeim. Ég vil einnig að áskilið sé að ákveðið lágmarkshlutfall atkvæðabærra manna (karla og kvenna) verði að taka þátt í þeirri kosningu svo hún geti talizt gild.
Þá vil ég að í tengslum við gerð nýrrar stjórnarskrár verði kveðið á um að stjórnarskránni verði í framtíðinni ekki breytt nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu um áætlaðar breytingar. Einnig vil ég sjá ákvæði í nýrri stjórnarskrá, sem gefur íslenzkum kjósendum rétt til þess að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um lagasetningar fari ákveðið lágmarkshlutfall atkvæðabærra manna fram á það. Þjóðaratkvæðagreiðslur eiga ekki að vera eitthvert hótunartæki ráðamanna og ég sé enga ástæðu til þess að Alþingi og ríkisstjórn eigi að hafa frumkvæði að þeim.
Stjórnlagaþing 25 þingmanna verður aldrei sá vettvangur, sem þarf til svo virk umræða verði um setningu stjórnskipunarlaga. Ég myndi vilja sjá 50 100 manna samkundu, sem tæki sér góðan tíma til að vinna sómasamlega af hendi það stórvirki sem ætlast er til af stjórnlagaþingi.
Nú kann einhver að segja að slíkt þing myndi verða talsvert kostnaðarsamt og það er alveg rétt. En ég endurtek: Vel skal til vanda, sem lengi skal standa. Það reisir enginn hús nema hann hafi efni á því að byggja undir það styrkan grunn. Ég held að okkur væri nefnilega nær að reyna að vinna að lausn þeirra vandamála, sem nú eru mest aðkallandi og bíða með að kalla saman stjórnlagaþing þar til aðstæður hafa breyzt, þar til um hefur hægst. Síðan má vinda sér það í stórvirki að kalla saman alvöru stjórnlagaþing, sem okkur væri sómi að og sem skilaði þeirri vinnu sem af því er ætlast.
Að ætla sér að afgreiða stjórnlagaþing með einhverri fljótaskrift er núverandi stjórnvöldum til vanza og forsætisráðherra ætti að skammast sín fyrir að hafa ætlað að svindla á þjóðinni með því að gefa sjáfum sér einhvern afslátt af sjálfsögðum kröfum um vönduð vinnubrögð.
Stjórnlagaþingskosning ógild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.