Mér leiðist borgarstjórinn...

Þó lýðræðið sé skásta stjórnarfar sem við þekkjum þá er það ekki fullkomið og einn af göllum þess er einmitt að spéfuglar eins og Jón Gnarr og hirðin í kringum hann geta komizt til valda án þess hafa nokkurn yfirlýstan eða raunverulegan vilja eða áhuga á að vinna fyrir borgarana.

Borgarbúar létu því hafa sig að fífli þegar þeir kusu sér borgarstjóra, sem hafði það yfirlýsta markmið að svíkja öll loforð og sagði hreint út að hann byði sig fram til þess eins að komast í þægilega og vel launaða innivinnu.

Þar sem ég geri ráð fyrir að við viljum flest búa við lýðræði, með öllum kostum þess og göllum, þá höfum við aðeins þann eina kost í stöðunni að þreyja þorrann og góuna og bíða þess að geta sagt álit okkar í næstu kosningum.

Þangað til sitjum við líklega uppi með borgarstjóra, sem virðist telja það eitt helzta hlutverk sitt að skemmta sér á kostnað borgarbúa og að Reykvíkingar eigi helzt að einbeita sér að því  að borgarstjóranum líði sem bezt og gæta þess að koma honum ekki í uppnám.

Borgarstjórinn hefur t.a.m. komizt að því að borgarstjórastarfið er umfangsmeira en svo að hann nái að sinna því einn. Hann hefur nú ráðið sér nk. "aðstoðarborgarstjóra" sem á að vera milliliður milli hans og sviðsstjóra borgarinnar. Hingað til hafa borgarstjórar getað sinnt starfi sínu án slíkrar milligöngu og fengið greidd sín laun fyrir það. Mér spurn hvort Jón Gnarr hafi lækkað launin sín, sem því nemur.

Það er samt merkilegt að þrátt fyrir allar þær annir, sem fylgja borgarstjórastarfinu og Jón Gnarr kemst ekki yfir að sinna, þá virðist hann hafa tíma fyrir sjónvarpsþáttagerð... hann skemmtir sér kannske betur við þá iðju.


mbl.is Samskiptin við minnihlutann tímaeyðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann réð "aukaborgarstjóra" afþví að honum fannst þetta starf vera of mikið fyrir einn mann. Hann áttaði sig greinilega ekki á því að vera borgarstjóri er mikið starf, þessvegna eru launin há (c.a milljón á mánuði). En þetta fannst honum of mikið og hann kom starfinu yfir á annan og nú getur hann fíflast og látið eins og trúður með milljón á mánuði greidda af borgarbúum.

En þrátt fyrir að það sé svo brjálað í vinnunni hjá honum að það sé tveggja manna verk að þá hefur hann samt tíma með fíflaganginum að vera með útvarpsþátt með vini sínum og annars tvíhöfða.

Fólk kaus trúð og það fékk trúð,, en nú skilur fólk ekkert í því að allt er komið út í vitleysu.

Verði fólki að góðu, mikið er ég feginn að búa ekki í Reykjavík lengur.

Einar (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 14:03

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

 Sammála þér Emil minn, hann er orðinn þreytandi.Eftir að hafa kosið bæði vanhæfustu borgar og ríkisstjórn veraldarsögunnar, þá hljóta landsmenn að fara að vanda sig betur í framtíðinni.

Ef fólk gerir þessa vitleysu aftur, þá flyt ég til Færeyja eða Grænlands.

Þar býr alvöru fólk.

Annars held ég að meirihlutinn sjái þetta, þannig að ég ætla að gefa landinu mínu annað tækifæri.

Jón Ríkharðsson, 20.1.2011 kl. 16:59

3 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Sammála.....Sammála.....Sammála.....

Ég þakka æðri máttarvöldum fyrir að búa ekki í Reykjavík.....

Sagðist maðurinn vera GEIMVERA.....?????

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 20.1.2011 kl. 17:46

4 identicon

Djöfullegt að fram skuli koma svona "stjórnmálamaður" sem ekki er starfinu vaxinn.

Eða segðu að vera svo að sýsla við eitthvað annað líka.

Til háborinnar skammar og hefði aldrei liðist.

Elín (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 21:25

5 identicon

Reykvíkingar voru og eru ennþá fífl að kjósa trúð fyrir borgarstjóra. Það eru margir óskaplega hrifnir af honum ennþá. Hvort það sé af einkennilegum hvötum eða þau samsvara sér honum í hugsun og hegðun Gnarrains veit ég ekki

En það er ekki málið að kjósa bara eitthvað þó maður sé ekki ánægður með einhverja stjórn. Og ég tak fram að kosning til sveitarstjórnar er bara ekki sambærileg við kosningu til alþingis

Ég er Reykvíkingur og meirihluti sveitunga minna þvinga trúð sem borgarstjóra uppá mig.

Ætli maður geti fengið skaðbætur eða afsökunarbeiðni?

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 09:30

6 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Þakka ykkur fyrir innlitið. Mér er sagt að hann ætli ekki að taka neitt fyrir þáttagerðina. En skyldi umfjöllun Baugsmiðlanna verða mildari og skyldi hann fá góða auglýsingu fyrir næstu kosningar? Spyr sá sem ekki veit?

Emil Örn Kristjánsson, 21.1.2011 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband