23.12.2010 | 12:37
Ef ég væri Björn Valur Gíslason...
Ég skil nú ekki þetta fár þó Björn Valur Gíslason kjósi að tjá sig. Maðurinn getur nú ekki talist sérlega marktækur.
Í fyrsta lagi ber hann mönnum á brýn alvarleg og refsiverð afbrot, þ.e.a.s. mútuþægni, án þess að færa fyrir því nokkur rök og í öðru lagi þá getur Björn Valur varla talist vel upplýstur eða víðlesinn maður.
Það er ekki langt síðan að ég heyrði hann tjá sig af mikilli alvöru um yfirstandandi efnahagsörðugleika sem "mesta hrun sem gengið hefur yfir nokkra þjóð á nokkrum tíma". Hann hefur einnig látið hafa eftir sér í þingræðu að gjaldeyrishrunið hér eigi sér varla hliðstæðu. Að svona menn skuli sitja á þingi segir líklega meira um kjósendur en þá sjálfa. Það breytir því þó ekki að menn ættu að varast að tjá sig um hluti sem þeir hafa ekki meira vit á.
Að bera upp á samborgara sína glæpsamlegt athæfi án þess að færa fyrir því gild rök og sannanir er glæpsamlegt í sjálfu sér og Björn er kominn þar á hála braut.
Húsasmíðameistari nokkur hafði það fyrir vana að segja lærlingum sínum að mæla tvisvar og saga einu sinni. Ég held að Björn Valur ætti að temja sér að hugsa tvisvar áður en hann mælir... og jafnvel að hugsa sig um þrisvar og sleppa því yfirleitt að tjá sig.
Ef ég væri Björn Valur Gíslason myndi ég njóta hvers þess dags sem ég hefði vit á að grjóthalda kjafti.
Biður Kristján Þór afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef takmarkað álit á Birni Vali Gíslasyni....og ég er þér innilega sammála.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 23.12.2010 kl. 14:13
Svo er altaf spurning hvor er meiri þingmaður, sá sem sækir sér styrki til fyrirtækja til að fjármagna kosningabaráttu sína eða sá sem leggst undir formann flokks síns og lætur hann um að koma sér á þing.
Báðir eru haldnir siðvillu en einungis annar vinnur sig á þing af eigin dugnaði!!
Gunnar Heiðarsson, 23.12.2010 kl. 20:52
Ég hef oft heyrt í Birni Val; oftar en ég kæri mig um því þar er á ferðinni grunnhygginn maður, sem virðist fara það bezt að hafa hátt og tala mikið, en segja skelfing lítið, a.m.k. af viti.
Gunnar Gunnarsson, 24.12.2010 kl. 02:28
Björn Valur kom fram í Kastljósi fyrir nokkru. Ekki var annað að sjá en að hann kæmi vel fyrir, væri með hógværan en ákveðinn málflutning sem auðvitað andstæðingur hans var ekki sammála.
Mér finnst að við eigum að setja fram skoðanir okkar á rökfastan hátt og byggja þær á hlutlægu mati fremur en okkar persónulega huglæga mati.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 24.12.2010 kl. 11:49
Ég þakka ykkur öllum fyrir innlitið og óska ykkur gleðilegra jóla.
Guðjón Sigþór, ég er fyllilega sammála þér um hvernig skoðanir skulu settar fram. Verst að Björn Valur hefur ekki tamið sér þennan sið. Hann er fullyrðingaglaður og órökviss og ég tel að ég hafi fært gild rök, sem ég byggi á hlutlægu mati, fyrir því.
Emil Örn Kristjánsson, 24.12.2010 kl. 17:18
Þetta er góður pistill hjá þér Emil, Björn Valur er óttalegur bullukollur og hann sýndi það glöggt m.a. í Kastljósþættinum sem Guðjón Sigþór vitnaði í.
Stjórnmálarefurinn Steingrímur Joð hefur væntanlega leiðbeint sendisveini sínum um hvernig maður ætti að haga sér í Kastljósinu á móti Bjarna, vera rólegur og þykjast hrósa viðmælandanum, það væri góð leið til að virka vel á áhorfendur.
Björn Valur sagði m.a. að skattalækkanir fyrri ríkisstjórnar hafi valdið hruninu, ásamt fleiri misfærslum sem ég því miður er búinn að gleyma.
Jón Ríkharðsson, 26.12.2010 kl. 01:16
Hvernig væri að rökstyðja betur fullyrðingar sínar? Að segja að einhver sé „bullukollur“ án þess að tilgreina við hvað er átt, getur verið skilið sem dylgjur gagnvart viðkomandi.
Það getur vel verið að menn séu ekki sammála. Sjálfum finnst mér fróðlegt að lesa rökstuðning fyrir fullyrðingum þó svo eg sé ekki alltaf sammála í einu og öllu.
Björn hefir rétt fyrir sér að skattalækanir áttu mikinn þátt í hruninu. Hvers vegna? Jú, þeir sem ábyrgð báru á fyrirtækjunum sem fóru til andskotans, stýrðu þeim mjög gáleysislega og urðu stórtækari við að „eta“ þau að innan þar sem eðlilegra hefði verið að þessi fyrirtæki tækju meiri þátt í rekstri þjóðfélagsins eins og hjá siðuðu fólki.
Mosi
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 26.12.2010 kl. 12:48
Guðjón Sigurþór, "bullukollur" er orð sem gjarnan er notað um þá sem fara með staðlausa stafi. Það hefur sannast á Birni Val. Hann fer með sagnfræðilegar rangfærslur og hann ber upp á menn alvarleg lögbrot án þess að færa nokkur rök fyrir því. Að kalla slíkt hógværan og ákveðinn málflutning þykir mér harla mikil þversögn.
Emil Örn Kristjánsson, 27.12.2010 kl. 02:22
Nefndu dæmi! Annars má líta á þessar ábendingar þínar eins og hvert annað rugl.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 27.12.2010 kl. 17:06
Fyrirgefðu, Guðjón Sigþór, er aðdáun þín á Birni Val skilyrðislaus og hafin yfir alla gagnrýni?
Ég er þegar búinn að nefna tvö alvarleg dæmi þar sem Björn Valur fer með staðlausa stafi og þú heldur áfram að kalla eftir dæmum.
Ég endurtek: Hann fer með sagnfræðilegar rangfærslur og hann ber upp á menn alvarleg lögbrot án þess að færa nokkur rök fyrir því.
Emil Örn Kristjánsson, 2.1.2011 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.