8.9.2010 | 13:21
Ólíkindatólið Jenis av Rana og bakþankar Fréttablaðsins
Það er með eindæmum hvernig orð Jenisar av Rana og afstaða hans hafa komið af stað nokkurs konar múgæsingu. Meðan sumir fara mikinn í því að verja Færeyinga og fullyrða að þeir séu flestir bezta fólk eru aðrir uppteknir við að kalla þessa vini okkar og frændur öllum illum ónefnum, sem ég vil alls ekki hafa eftir.
Utanríkisráðherra Íslands lætur eins og hrekkisvín á leikvelli og notar orðbragð, sem líklega ekki einu sinni umræddum Jenis dytti í hug að nota og RÚV veður af stað og fiskar upp Færeyinga á götu sem eru tilbúnir til þess að lýsa vanþóknun sinni á manninum. Allir virðast telja sér skylt að slá skjaldborg um Jóhönnu Sigurðardóttur. Forsætisráðherrann sem ekki enn farinn að draga til stafs með skjaldborgina sem hann sjálfur var búin að lofa.
Færeyskir stjórnmálamenn skamma þennan starfsbróður sinn blóðugum skömmum í þeirri von að geta sefað reiði Íslendinga, sandkassaleikurinn er kominn á fullt og allt virðist leika á reiðiskjálfi.
Það er greinilegt að einhverjum er misboðið og einhver hefur ekki talað samkvæmt því sem pólitísk rétthugsun býður.
Ég ætla ekki að tjá mig um ummæli Jenisar av Rana en það fór virkilega um mig í morgun þegar ég las sk. bakþanka í Fréttablaðinu. Þar segir orðrétt annars vegar:"Hrikalega hlýtur það að vera vandræðalegt fyrir eðlilega Færeyinga að maður eins og Jenis skuli fá að tjá sig opinberlega" og hins vegar: "Sem betur fer er svona röfl ekki lengur samþykkt í opinberri umræðu hér á land". Hér hefur títtnefndur Jenis sem sagt ráðist á heilagar kýr að mati bakþankaritara, sem finnst greinilega að þeir sem ekki syngja í kór eigi ekki að fá að tjá sig og virðist jafnframt halda að hér á landi séu til einhverjar reglur um það hvað má segja og hvað má ekki segja.
Sem betur fer ríkir hér tjáningarfrelsi en það væri ekki mikið lengur ef fólk eins og bakþankaritari fengju að ráða, sem telur sér skylt að kalla títtnefndan Jenis öllum mögulegum ónefnum en vill helzt að honum verði sjálfum bannað að tjá sig.
Voltaire sagði einhvern tíma eitthvað á þessa leið: "Ég er algerlega ósammála skoðunum þínum en ég mun með lífi mínu verja rétt þinn til að halda þeim fram".
Mér þykir þetta hollt viðhorf og þess vegna finnst mér að Jenis av Rana, Hólmfríður Helga bakþankaritari og allir aðrir eigi að fá að tjá skoðanir sínar hvort sem ég er sammála þeim eða ekki. Orð þeirra dæma sig sjálf.
Eins og ég sagði áðan þá ætla ég ekki að tjá mig um orð Jenisar av Rana en mín vegna mætti hann halda því fram að Jörðin væri flöt.
Danir blása Jenis-málið út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 4895
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þakka þér fyrir vörn tjáningarfrelsis, Emil Örn. Færeyingar eiga allan heiður skilinn, enda okkar bezta vinaþjóð, og hafa fullt leyfi til að vera íhaldssamir í þessu efni. "RÚV veður af stað og fiskar upp Færeyinga á götu sem eru tilbúnir til þess að lýsa vanþóknun sinni á manninum," segir þú, en mjög gruna ég Rúvara um að hafa farið út með ákveðið "verkefni", að velja aðeins þá viðmælendur, sem tala í takt við félagspólitíska rétttrúnaðinn í Efstaleiti og gamla tugthúsinu við Lækjartorg. Fyrir þessu haldi mínu hef ég rökstuddan grun, (1) hef tvívegis verið tekinn í örstutt Rúv-sjónvarpsviðtöl niðri í bæ, og í hvorugt skiptið var álit mitt birt, þótt ég vandaði mig að sjálfsögðu eins og flestir – ekki allir – gera, þegar þeir tala til þjóðarinnar. (2) Ennfremur er vitað, að mjög margir Færeyingar – þ.á m. meirihluti þingmanna þar, vilja einungis hjónaband karls og konu.
"Utanríkisráðherra Íslands lætur eins og hrekkisvín á leikvelli," það eru orð að sönnu!
Jón Valur Jensson, 8.9.2010 kl. 14:56
"Orð þeirra dæma sig sjálf". Hjartanlega sammála.
Mér finnst það fáránlegt að fjölmiðlar séu á Íslandi að fylla dálksentrimetrana í tugatali með sömu fréttinni dag eftir dag: orðum þessa pokakarls sem hefur afskaplega gamaldags skoðanir.
Hafi hann þá bara sínar skoðanir - þær dæma sig sjálfar.
Marta B Helgadóttir, 8.9.2010 kl. 15:02
Emil - Fréttablaðið hefur verið tekið á teppið.
Benedikta E, 8.9.2010 kl. 15:43
Jón Valur - skv. skoðanakönnun mun 7% Færeyinga samþykkir hjónaböndum samkynhneigðra.
EEEE fordóma gegn samkynhneigðum --- er andstaða mín gegn ríkisstjórnarflokkunum líka fordómar???
Eru þetta ekki bara skoðanir??
Hvað segir þú Emil er jörðin ekki flöt?
Hefur þú spurt Steingrím J? Hann er með fornaldar hugmyndir í efnahagsmálum - eins og Svandís í uppbyggingarmálum - kanski eru þau búin að ákveða það að hún sé flöt - jörðin - ekki Svandís.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 9.9.2010 kl. 08:13
Skynsamleg rökfærsla og góðir punktar hjá þér.
Það heyrðist fátt þegar Össur hafnði menntamálaráðherra Ísraels að koma til Íslands til kynninga á sjónarmiðum þeirra.
Óskar Sigurðsson, 9.9.2010 kl. 09:20
HVAÐ ef Jóhanna væri gift svörtum karlmanni?
Og ef færeyskur þingmaður hafði neitað að sitja til borðs með henni vegna þessa? Sagst vera alfarið á móti "kynblöndun", það mætti ekki blanda svörtu fólki og hvítu. Þetta stríddi alfarið gegn hans TRÚ.
Mynduð þið með sama hætti hlaupa til og verja málfrelsi hans?
Var Hitler að nota málfrelsi sitt, þegar hann neitað að taka í hönd Jesse Owens spretthlaupara?
Skeggi Skaftason, 9.9.2010 kl. 09:23
Þakka ykkur öllum fyrir innlitið. Skeggi, mér þykir nú alltaf hálfönugt að rökræða við nafnlaust fólk en læt mig oft hafa það.
Þú getur endalaust komið með allskonar dæmi... hvað ef Jóhanna væri í hjólastól? Hvað ef Jóhanna ætti hund og Jenis væri á móti hundahaldi? Hvað ef hann vildi ekki sitja til borðs með henni af því að hún er krati? Mætti hann eitthvað frekar neita að sitja með henni vegna þess að hann vill ekki samneyta krötum en ef hún væri gift svörtum karlmanni? Málið snýst alls ekki um það.
Málið snýst um það að Jenis av Rana má halda það sem hann vill og mig óar við því að sumt fólk virðist þykja í lagi að banna fólki að tjá skoðanir sínar. Hvað mig varðar þá finnst mér samt ekki hægt að banna því sama fólki að tjá þessar skoðanir sínar þó mér finnist þær stórhættulegar. Mér getur líka þótt það ámælisvert að utanríkisráðherra Íslands skuli grípa til uppnefna og gífuryrða en það segir meira um hann sjálfan en nokkuð annað og hann verður sjálfur að vera ábyrgur orða sinna.
Frelsi fylgir ábyrgð og því verða menn (karlar og konur) að vera reiðubúin að svara fyrir orð sín og taka ábyrgð á þeim. En svo framarlega sem fólk hvetur ekki til ofbeldis og eignaspjalla eða ber út upplognar sakir þá er ekki hægt að banna því að tjá sig... í því felst tjáningafrelsið.
John Stuart mill sagði: Þó allt mannkynið, að undanskildum einum manni, væri á sömu skoðun þá hefði mannkynið ekkert meiri rétt á því að þagga niður í þeim eina manni frekar en hann að þagga niður í mannkyninu.
Emil Örn Kristjánsson, 9.9.2010 kl. 11:37
Takk fyrir svarið Emil Örn.
En geturðu ekki svarað spurningunni um Jóhönnu og svarta eiginmanninn?
Ég get búið til annað dæmi eins og þú segir, en þetta er alveg ágætis dæmi.
Þú snýrð þessu upp í spurningu um tjáningarfrelsi. En hafa menn almennt verið að segja að Jenis MÆTTI ekki segja það sem hann sagði??
Snýst ekki málið um að fjöldi fólks hefur einfaldlega fordæmt það sem hann sagði. Það er alls ekki það sama og að ætla að banna honum að segja forkastanlega hluti.
En eins og þú segir:
Jenis verður að þola það að ég og fleiri fordæmum dónalegar og fordómafullar yfirlýsingar hans og framkomu. Það kemur ekki tjáningarfrelsi við.
Skeggi Skaftason, 9.9.2010 kl. 12:18
Ekkert að þakka, Skeggi.
Eins og þú segir þá má endalaust búa til dæmi og héldi ég því fram að ekki mætti skerða ferðafrelsi fólks þá gætir þú velt á mig spurningum á þá leið hvort refsifangar eigi þá að geta farið heim til sín eða hvort þú þyrftir sjáfur að hafa opnar dyr heima hjá þér til hefta ekki ferðafrelsi fólks. Vitandi að það er alls ekki það sem málið snýst um.
Ég gæti líka snúið út fyrir þér og sagt að Jóhanna ætti alls ekki svartan eiginmann og því væri spurningin óviðeigandi. Hins vegar, þar sem þetta er þér mikið hjartans mál, þá get ég svarað því til að það er ekki hægt að neyða fólk til þess að sitja til borðs með þeim sem það vill ekki sitja til borðs með. Hvort sem það eru Skagfirðingar, blökkumenn, hommar eða lögregluþjónar.
Þú segir að ég hafi snúið þessu upp í spurningu um tjáningarfrelsi. Ég hef ekki snúið einu né neinu. Það var bakþankaritari Fréttablaðsins sem gerði það. Mér varð svo um að ég mátti til að buna þessu út úr mér. Mér þykir það með eindæmum að fólk skuli halda því fram að þeir sem ekki syngja í sama kór og maður sjálfur eigi ekki að fá að tjá sig. Það væri þá stutt í að fólk sem ekki kysi eins fyrir er lagt ætti ekki heldur að hafa kosningarétt. Ég leyfi mér því að tjá mig um skrif hennar en þó ég sé þeim algerlega ósammála dettur mér ekki í hug að halda því fram að hún ætti ekki að fá að tjá sig.
Auðvitað verður Jenis að taka því að orð hans eru gagnrýnd og ég efast ekki um að hann gerir ráð fyrir því. Það er hins vegar ekki til fyrirmyndar að kalla manninn "karlhlunk" og "vitleysing" eins og Össur Skarphéðinsson hefur gert og er ekki innlegg í neina umræðu.
Ekki dytti mér í hug að kalla Helgu Hólmfríði bakþankaritara ********** og ***** þó mér þyki hún fara offari í fullyrðingum.
Emil Örn Kristjánsson, 9.9.2010 kl. 13:39
Ég las pistilinn og er sammála hverju orði. Bakþankaritarinn er alls ekki að hvetja til ritskoðunar eða skoðanakúgunar. Hún segir vissulega
Þú hlýtur að skilja hvað það þýðir?
En þetta er líka alveg satt. Alveg eins og það stríðir algerlega gegn öllu velsæmi og væri ekki hlustað á málfutning manns sem myndi neita að sitjast til borðs með einhverri konu af því hún væri svört á hörund, eða gift svörtum manni.
Málflutningur slíks manns væri ekki samþykktur í opinberri umræðu, t.d. myndi Mogginn aldrei birta lesendabréf með slíkum fordómum.
Hér er svo Bakþankapistillinn, svo lesndur geti dæmt sjálfir:
http://visir.is/fobisku-fraendurnir/article/2010673614991
Skeggi Skaftason, 9.9.2010 kl. 13:59
Hún segir líka: "Hrikalega hlýtur það að vera vandræðalegt fyrir eðlilega Færeyinga að maður eins og Jenis skuli fá að tjá sig opinberlega" (leturbreyting mín).
Emil Örn Kristjánsson, 9.9.2010 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.