6.9.2010 | 15:22
Hvað með þá, sem málið varðar?
Þessi könnun segir nákvæmlega ekki neitt... ekki fyrr en það fæst uppgefið hve margir aðspurðra eru Reykvíkingar og hvernig svörin litu út hjá þeim. Fólk úr öðrum sveitarfélögum gæti s.s. haft áhuga og skoðun á borgarstjóranum í Reykjavík en álit þeirra í svona könnun skiptir ekki nokkru máli.
Það kæmi mér ekki á óvart að margir utan Reykjavíkur væru bara hamingjusamir með það að Jón Gnarr er ekki sveitarstjórinn þeirra og þ.a.l. þokkalega ánægðir með hann af þeirri ástæðu einni.
Það læðist að manni sá grunur að leita hafi þurft út fyrir borgina til þess að fá þokkalega jákvæða útkomu í pantaðri könnun.
40% ánægð með störf borgarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 4894
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Veit ekki hvaða könnun þú ert að tala um,en mín skoðun er sú að Reykjavík sé höfuðborg allra landsmanna og þar með eiga allir landsmenn að fá að segja sína skoðun á borgarstjóranum og eða málefnum borgarinnar.Ekki þar með sagt að þessi borgarstjóri megi ekki bara vera stikkfrí eða sinna öðrum störfum.Það þarf nefnilega að vera manneskja með fullu viti í starfi borgastjóra.
Birna Jensdóttir, 6.9.2010 kl. 16:01
Það er hárrétt hjá þér, Birna, að Reykjavík er höfuðborg landsins og hefur ákveðnum skyldum að gegna sem slík. Þetta vill oft gleymast meðal okkar Reykvíkinga, t.d. í umræðum um Reykjavíkurflugvöll.
Könnunina, sem ég vitna í, getur þú lesið um í fréttinni sem ég fjalla um og hana má nálgast neðst í færslu minni. Það sem slær mig er hve mikið er gert úr því að 40% aðspurðra séu ánægðir með störf hans um leið og nefnt er að ánægjan er mest utan Reykjavíkur án þess þó að nefna hlutfall þeirra meðal aðspurðra né að gefa upp hvernig ánægjan mælist í Reykjavík. Meint störf eða aðgerðarleysi borgarstjóra hljóta að standa þeim næst.
Svo er ég 100% sammála þér þegar þú segir: " Það þarf nefnilega að vera manneskja með fullu viti í starfi borgastjóra." Mér þykir nefnilega vanta svolítið þar á.
Emil Örn Kristjánsson, 6.9.2010 kl. 16:13
Reykjavík er höfuðborg allra landsmanna. Ákvarðanir sem teknar af stjórn Reykjavíkur hafa oft bein áhrif á alla landsmenn, t.d. sú ákvörðun hvort flugvöllurinn eigi að vera eða fara. Orkuveita Reykjavíkur lýtur nú stjórn "þeirra bestu", ákvörðun stjórnar OR um gjaldskrárhækkun hefur bein áhrif á alla landsmenn, hækkun gjaldskrár OR veldur verðbólgu og hækkar því lán landsmann auk þess sem aðrar veitur munu að sjálf sögðu hækka sínar gjaldskrár til samræmis við OR, enda hafa þær veitur nákvæmlega sömu rök og OR eins og reyndar flest fyrirtæki í landinu. Ekki má heldur gleyma þeirri staðreynd að OR selur orku til annara en Reykvíkinga, yfirráðasvæði OR nær yfir stóran hluta suðurlands og vestur um, allt norður yfir heiðar.
Gunnar Heiðarsson, 6.9.2010 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.