31.8.2010 | 12:02
Úrræðaleysi og aumingjaskapur
Þvílíkir stjörnustælar. Heldur maðurinn í alvöru að við höfum einhvern áhuga á því hvernig honum gengur í tyggjóbindindinu? Heldur hann kannske að fólk gleymi getuleysi hans, fáránlegum yfirlýsingum og gerræði ef hann bara vælir nóg? Á nú að gera út á vorkunnsemina?
Mér þætti ekki skrýtið þó fólk sem kaus Jón Gnarr í síðustu kosningum færi með veggjum... samt, það er eins og gullkálfs heilkennið geri vart við sig um leið og hann er gagnrýndur. Fjöldi manns er tilbúinn að verja gripinn með einhverjum fáránlegum rökum eins og þeim hann sé ekki verri en margur annar! Hvenær hafa það þótt rök?
Svo eru aðrir sem vorkenna karlinum í úrræðaleysinu og nefna til sögunnar að hann sé nú ágætur leikari og skemmtikraftur, fyndinn og skemmtilegur.
Í fyrsta lagi er það engan veginn nóg til þess að valda borgarstjóraembætti og í öðru lagi þá finnst mér persónulega þessi maður vera stórlega ofmetinn sem leikari og skemmtikraftur. Mér var t.a.m. fyrirmunað að sjá eitthvað fyndið við sk. Vaktamyndir, Svínasúpan var bara leiðinleg, tvíhöfði var klénn og Maður eins og ég er líklega næst-ofmetnust íslenzkra kvikmynda (ATH. þetta eru persónulegar skoðanir vefritara).
Hvað mig varðar hefur Jón Gnarr ekki lagt neitt til samfélagsins annað en ljótt prakkarastrik, sem á eftir að bitna á Reykvíkingum næstu 4 árin... reyndar fannst mér brandarinn um drekann vera fyndinn.
Pirringur vegna nikóktínfíknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 4892
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú virkar ansi bitur ? ... kannski bara að slaka aðeins á því sem þú ert að halda í :)
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 12:48
Sem ég er að halda í...? Áttu við sönsunum?
Emil Örn Kristjánsson, 31.8.2010 kl. 12:59
Þú hefur fengið leynigest Emil - Ólafur í Hvarfi velur að vera í hvarfi - sá er ekki öruggur með málstaðinn.
Benedikta E, 31.8.2010 kl. 13:14
Hann er bara feiminn. Ég er viss um að hann kemur undan feldi ef á reynir.
Emil Örn Kristjánsson, 31.8.2010 kl. 13:30
"Mér var t.a.m. fyrirmunað að sjá eitthvað fyndið við sk. Vaktamyndir"
Var það já? Það minnir mig á ummæli Steingríms J. Sigfússonar í Kryddsíldinni áramótin 2007
Eina fólkið sem ekki hló að þessum þáttum voru Georg Bjarnfreðarson og Bjarnfreður sjálf og þeirra mátar. Fyrir mitt leyti gef ég ekki mikið fyrir skoðanir þeirra. Jón Gnarr er nákvæmlega það sem Reykvíkingar og Íslendingar þurfa á að halda í augnablikinu og er ferskur andblær í rotnu og illa lyktandi umhverfi íslenskra stjórnmála.
Rúnar Þór Þórarinsson, 31.8.2010 kl. 14:25
Svona er það, Rúnar sæll. Við höfum kannske ekki sama "húmör" en fullyrðing þín að eina fólkið sem ekki hló að Vaktaþáttunum svonefndu hafi verið Georg og Bjarnfreður held ég að sé orðum aukin.
Orð þín um ferskan andblæ af Jóni Gnarr eru svo enn einn átsteintingarsteinninn, ef svo má að orði komast. Mér þykir andfýlan af honum sízt minni en ýmsu því sem fyrir var... jafnvel verri.
Ummæli Steingríms í kryddsíldarveizlunni 2007 eru mér ókunn en kann að vera að þau hafi verið fyndin. Steigrímur leynir á sér.
Emil Örn Kristjánsson, 31.8.2010 kl. 14:49
Ég geri þá ráð fyrir að þér hafi ekki fundist Fóstbræður neitt sérlega fyndnir heldur?? Annars finnst mér Maður eins og ég ekkert sérstök heldur og ekki Svínasúpan, en Vaktirnar góðar!
Skúli (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 14:58
Sönsum segir þú ;) .... þú skilgreinir þig á síðunni sem íhaldsmann, kannski er komin tími til að losa um tökin á fálkanum og grípa ferskan andblæ mennskunnar líkt og Gnarr gerir svo vel :)
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 15:00
Hvað með Klambratún? Það ætti nú að vera íhaldssemi að þínu skapi... eða bara nostalgía? Ég er allavega stoltari af því að vera Reykvíkingur eftir að hann tók við, og það er nægir mér.
Brynjar Már Andrésson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 15:35
Tjah, Skúli mér þóttu Fóstbræður óttalega mistækir. Það mátti hlæja að sumu, annað var með Svínasúpuna hún var einfaldlega hallærisleg... það fór um mann aulahrollur þegar maður horfði á hana.
Ég fer hins vegar ekkert ofan af því að Vaktaþættirnir er stórlega ofmetnir. Ég sá nákvæmlega ekkert fyndið við þá. Ég veit reyndar að það eru margir ósammála mér en svona var það líka fyrir einhverjum 25 árum síðan þegar fjöldi manns hélt varla vatni yfir þáttum, sem kölluðust "Fyrirmyndarfaðir" (The Cosby Show). Ég sá nákvæmlega ekkert fyndið við þá en margir þeirra sem máttu ekki missa af þætti á þeim tíma fá aulahrollinn þegar þeir rifja þá upp í dag.
Emil Örn Kristjánsson, 31.8.2010 kl. 15:36
Ólafur í Hvarfi, ég sé enga ástæðu til þess að losa um tökin á fálkanum og íhaldssemi minni. Það tók mig áratugi að finna mér stað og skilgreina sjálfan mig sem íhaldsmann og mér líður ágætlega með því. Hins vegar finnst mér að sumum væri hollt að losa um tökin á tízkustraumunum og pólitískri rétthugsun samtíðarinnar og meta aðstæður eftir eigin hjarta og sannfæringu.
Jú, Brynjar að endurnefna sk. Miklatún Klambratún var bezta mál. Reyndar hef ég aldrei kallað þennan túnpart annað en Klambratún enda íhaldssamur að eðlisfari. Það sýndi sig hins vegar að Jón Gnarr hafði ekki hugmynd um uppruna orðsins Klambratún þannig að það var ekki íhaldssemin sem stjórnaði gerðum hans þar heldur þörfin til breyta breytinganna vegna. Þú kannt að vera stoltari af því að vera Reykvíkingur en áður og ég segi bara "ekki þarf mikið til".
Emil Örn Kristjánsson, 31.8.2010 kl. 15:45
Hver maður talar samkvæmt sannfæringu sinni og samvisku... ekki hefur Gnarr blessaður verið nema nokkrar vikur í embætti og verður vart dæmdur af verkum sínum eftir þann tíma, hinsvegar er fálkinn blessaði búinn að marka sín spor í samfélagið og uppskeran er veruleikinn sem við búum við, það verður seint toppað ....
Það er kominn tími til að hengja Fálka-orðuna á sjálfstæðisflokkinn fyrir hreint frábært framlag til samfélagsins :)
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 16:15
Hann hefur greinilega tekið inn verk(j)atöflur því hann hefur verið alveg laus við verk(i) síðan hann tók við embætti.
Ólafur Gíslason, 31.8.2010 kl. 16:18
Ólafur í Hvarfi, þú hefur notað svo ljóst letur á tilvitnun þína að hún sést ekki nema maður skyggi hana. Auðvitað á hver maður að tala samkvæmt sannfæringu sinni... það eru þó ekki nærri allir sem gera það því alltof margir mala eins og pólitísk rétthugsun mælir fyrir á hverjum tíma og hakka í sig blóraböggla samfélagsins í þeirri trú að sakbendingar leysi allan vanda. Þú verður að athuga að þegar ég kemst að þeirri niðurstöðu sem þú vitnar til þá er ég ekki aðeins að leggja dóm á fíflagang hans sem borgarstjóra hingað til heldur er ég einnig að rifja upp, að mínu mati, ofmat fólks á honum í öðrum störfum og um leið að spá svolítið í það hvað við megum eiga í vændum út frá því.+
Ólafur Gíslason: Góður.
Emil Örn Kristjánsson, 31.8.2010 kl. 16:46
Sæll Emil
Ég vissi varla hvaða maður þetta var fyrr en hann stofnaði Besta, enda ekki séð Stöð 2 í 15ár eða svo. Ég er samt með hverjum degi að verða ánægðari með hann sem Borgarstjóra. Það eitt hvað hann pirrar svartasta íhaldið bendir til að hann standi sig bara vel.
Veist þú annars nokkuð um hvort hann stendur sig vel í starfi eða ekki? Á það ekki eftir að koma í ljós?
Ótrúlegir sleggjudómar þínir og annarra hægri enda, um manninn undanfarið fyrir að brjóta upp normið í stöðluðu pólitísku apaspili, sína að ekki var vanþörf á að hræra í skítnum.
Dingli, 31.8.2010 kl. 17:56
80% aðspurðra segist ánægt með borgarstjórann og þú færð það út að stuðningsmenn hans skríði með veggjum? Er ekkert eriftt að vera svona neikvæður og bitur? Færðu ekki bætur út á þetta hjá TR?
brynjar (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 18:41
Afskaplega fer það í taugarnar á mér að fólk skuli enn reyna að halda í bókstafinn"z". Hef það á tilfinningunni að þetta fólk sé að reyna að vera eitthvað "sérstakt". Ef ég man rétt þá er löngu búið að afnema "Z". Hvað Jón Gnarr varðar þá er hann mannlegasti borgarstjóri sem ég man eftir, hann talar til kjósenda sinna á hverjum degi og hlustar á það. Við skulum sjá hvernig sagan dæmir hann.
Jón Sigurjónsson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 20:47
Blessaður, Dingli. Það þarf ekki mikið til að gleðja þig. Þér þykir s.s. Jón Gnarr standa sig vel í starfi vegna þess að hann fer í taugarnar á ákveðnum hópi manna. Þú mátt vel gleðjast yfir því mín vegna en ég minni á að starf borgarstjóra felst í allt öðru. Að fara í taugarnar á fólki er meira svona "hobbý". Ég held að ég hafi fært þokkalega góð rök fyrir því að hann gefur ekki góð fyrirheit og virðist hann satt að segja vera farinn að daprast á fluginu án þess að hafa nokkurn tíma náð verulegri hæð.
Ég skal ekkert þvertaka fyrir það að það þurfi, eins smekklega og þú nefnir það, að hræra upp í skítnum við og við. Það þarf hins vegar að gera það af einhverri sannfæringu en ekki með fíflagangi.
Brynjar, ég þekki ekki þessa könnun og mér þætti ekki verra að þú vísaðir í hana. Það kunna að þykja fordómar af minni hálfu en ég leyfi mér að efast um þessi könnun sé mjög áreiðanleg.
Jón Sigurjónsson, mér er eiginlega slétt sama hvað þér finnst um fólk sem ritar zetu. Mér var kennt að nota zetu þegar ég lærði stafsetningu og mér er eiginlegt að rita hana. Ég tapa engum svefni þó það fari í taugarnar á þér.
Ég hef aldrei sagt að Jón Gnarr væri ekki mannlegur. Hann er ákaflega mannlegur en það dugar ekki til.
Emil Örn Kristjánsson, 31.8.2010 kl. 22:41
Þarftu ekki bara að dusta sandinn úr píkunni á þér vinur og hætta þessu væli ?
GFS (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 23:59
"mér þóttu Fóstbræður óttalega mistækir"
Þarna ertu náttúrulega að afhjúpa þig sem fremur húmorssnauðann mann en flestir af minni kynslóð (20-35 ára) eru sammála um að þetta séu fyndnustu íslensku sjónvarpsþættir sem gerðir hafa verið.
Getur nefnt eitthvað íslenskt sem þér finnst virkilega fyndið?
Annars finnst mér þetta dæmigert fyrir málflutning íhaldsmanna sem reyna að finna eitthvað á Jón Gnarr. Það sama og ekkert neikvætt hægt að segja um manninn ennþá svo íhaldspostularnir tönglast þá bara í staðinn um að Jón sé ekkert fyndinn. Frekar dapur málflutningur... Davíð Oddson var aldrei neitt sérstaklega fyndinn, þýðir það að hann hafi verið lélegur stjórnmálamaður?
Kommentarinn, 1.9.2010 kl. 00:01
Emil, ég þekki Jón Gnarr ekki neitt, og hef því orðið að spyrja sjálfan mig, er maðurinn la, la, grínari en að öðruleiti trúður eða er hann bráðsnjall náungi sem þegar er farin að vinna að góðum verkum.
Ég, hallast frekar að því síðarnefnda. Af hverju? Í fyrsta lagi óttuðust margir að þegar/ef Jón settist i stól borgarstjóra, gripi visin hönd staðalímyndar heldri embættismanna í taumana, og stýrði honum útgengna stigu, FÍNNI-manna! Svo virðist ekki ætla að verða. Gnarrinn er samur við sig, svarar fréttamönnum eins og honum finnist ekki taka því að ræða við þá, þeir hafi hvort sem er aldrei rétt eftir og breytir á engan hátt persónunni sem bauð sig fram!
Á sama tíma og hann fer sér hægt, og kynnir sér innviði leikhússins sem hann var nýlega ráðin til, þá passar hann sig á því að láta ferlið þar ganga sinn vana gang að mestu og ana ekki út í umbyltingar að óathuguðu máli. Verkin sína merkin,sagðist góðum manni fyrir löngu, þó síðar verði, skaut þrjótur að.
Ég tek glaður áhættu í nafni vonar um nýja hugsun, þó e.t.v. sé hún aðeins mýrarljós --- Orkulaust álver.
Dingli, 1.9.2010 kl. 00:34
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/08/31/islendingar_anaegdir_med_allt_og_alla/
frétt frá Morgunblaðinu um könnunina, þið blástakkar hljótið nú að taka fréttur úr flokksblaðinu marktækar.
brynjar (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 11:32
"Kommentarinn", ég efast stórlega um að það liggi fyrir einhverjar tölulegar upplýsingar um meintan meirihluta þinnar kynslóðar. Mér gæti hins vegar þótt þú afhjúpa eigið húmörleysi í ljósi þeirrar yfirlýsingar þinnar að Fóstbræður séu fyndnustu íslenzku sjónvarpsþættirnir sem gerðir hafa verið. Ætli þar sýnist ekki sitt hverjum. Ég hef reyndar aldrei sagt að Fóstbræður væru ófyndnir, ég sagði að þeir væru mistækir. Sumt er sprenghlægilegt og annað klént... eins og gengur.
Þú spyrð mig hvort ég geti nefnt eitthvað íslenzkt sem sé fyndið. Mér þykir þetta einkennileg spurning og þó við séum komnir svolítið út fyrir efnið þá get ég vel tínt einhver dæmi: Stelpurnar geta verði mjög fyndnar (mistækar þó), Spaugstofan fannst mér fyndin fyrsta áratuginn eða svo en fór svo að súrna að mér fannst (hugsanlega var ég kominn með leiða, hugsanlega var hún farin að þynnast), Karlakórinn Hekla er dásamlega fyndin mynd á lúmskan hátt og einnig nýleg mynd, Jóhannes. Myndin Jóhannes er einmitt mörkuð þessari skemmtilegu kímni sem reyndar einkennir mjög fleiri bækur eftir Helga Ingólfsson, sem skrifaði bók þá, sem Jóhannes er gerð eftir. Þá er "Stuðmannamyndin" Með allt á hreinu er tímalaus perla og Hilmir Snær og Stefán Karl voru í góðum gír í Í góðum gír... og hér hef ég svo til eingöngu talið upp kvikmyndað efni.
Ef þú leitaðir upp þjóðsögur eins söguna um skjöldótta kálfinn og Bassa sögu myndir þú finna virkilega fyndnar sögur og svo eru margir menn (karlar og konur) fyndnir, eins og t.d. Laddi (mistækur þó), Jóhannes Kristjánsson eftirherma og Sverrir Stormsker, þó hann skjóti oft yfir. Fyrst þú nefnir Davíð Oddsson, og ég tek fram ég er sjálfur enginn einkavinur Davíðs, þá er hann vissulega fyndinn það háir honum hins vegar hversu umdeildur hann er og því dæmdur fyrirfram af mörgum. Útvarp Matthildur var einfaldlega eitt það fyndnasta sem heyrzt hafði á öldum ljósvakans hér á landi á sínum tíma.
Talandi um húmör, þá vil ég nefna að ég fór í bíó að sjá myndina Jóhannes, sem ég nefni hér að ofan. Þetta var stórkostleg skemmtun en það spillti fyrir að á bak við mig sat fullur bekkur af vinkvennahópi sem greinilega var búinn að gíra sig upp í einhverskonar sprell. Augljóslega sannfærðar um að allt sem Laddi gerði væri drepfyndið, en hann leikur titilhlutverkið. Í hvert sinn sem hann birtist á skjánum í hlutverki hins seinheppna myndmenntakennara þá orguðu dömurnar eins og mister Bean væri að renna á bananahýði fyrir framan þær... jafnvel þótt atriðið í sjálfu sér væri grafalvarlegt. Þetta var vissulega truflandi en um leið leiddi fram sanninn um það hvað kímnigáfa margra er takmörkuð við einhver ærsl og hamagang. Svo maður fari með hugrenningarnar út fyrir landsteinana: Berðu saman franskar gamanmyndir, sem hafa verið endurgerðar í Bandaríkjunum eins og La chevre/Pure Luck og 3 hommes et un couffin/3 Men and a Baby. Er íslenzkur húmör svolítið amríkanaseraður?
Fyndnin sem slík breytir út af fyrir sig engu um það hvort menn eru góðir eða slæmir stjórnmálamenn. Davíð Oddson er fyndinn og Guðni Ágústsson er fyndinn en ég ætla ekkert að tjá mig um það hversu góðir eða slæmir þeir eru sem stjórnmálamenn. Jón Gnarr er hvorki góður stjórnmálamaður né fyndinn.
Að lokum: Þú segir mig afhjúpa mig sem húmörsnauðan mann. Það eru náttúrulega fordómar af þinni hálfu því þú þekkir mig ekki neitt. Ég þyki hins vegar bæði fyndinn og skemmtilegur og er hrókur alls fagnaðar á mannamótum... og hógværðin vefst ekki fyrir mér heldur. Hvort ég væri góður stjórnmálamaður er svo allt annað mál og hefur ekkert með það að gera.
Emil Örn Kristjánsson, 1.9.2010 kl. 17:30
Já, Dingli. Þetta eru athyglisverðar pælingar hjá þér og mér þykir lokalínan lystilega orðið, hvað svo mér þykir um efnistökin.
Ég sé samt ekki að aðgerðarleysið sé dyggð í starfi borgarstjóra Reykjavíkur. Að svara fréttamönnum út í hött er heldur ekki til þess að upplýsa borgarana, sem mönnum þótti þó skorta á áður en þessi ósköp tóku við.
Mér sýnist helzt að þú viljir láta reka á reiðanum. Slíkt þykir ekki góð sjómennska.
Emil Örn Kristjánsson, 1.9.2010 kl. 17:37
Takk, Brynjar. Hvað finnst þér sjálfum? 90% ánægt með vinnuna sína, 70% ánægt með nágrannana. Á hvaða rússi var 876 manna úrtakið?
Ég held við getum báðir dregið okkar ályktanir af svona niðurstöðum.
Emil Örn Kristjánsson, 1.9.2010 kl. 17:38
þú meinar að þér er ekki hlátur í huga þegar Jón Gnarr opinberar fjaðraleysi fálkans í skaðhöll !
Hvort skal hlæja að eða með ... spurning sem þú getur pælt í meðan fálkinn leitar fjaðra sinna :)
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 17:44
Nei, þar er ég sammála þér. Það þurfti líka ekki mikið til að toppa það sem fyrir var.
Brynjar Már Andrésson (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 19:42
Ólafur í Hvarfi, um hvað ertu eiginlega að tala? Var þig að dreyma? Jón Gnarr opinberar út af fyrir sig ekkert annað en eigin getuleysi, fákunnáttu og vanmátt... hvað það kemur blessuðum fálkanum við átta ég mig ekki á
Emil Örn Kristjánsson, 1.9.2010 kl. 23:06
Einmitt, Brynjar. Alltaf gaman þegar menn finna þann flöt á málinu að þeir verði sammála.
Emil Örn Kristjánsson, 1.9.2010 kl. 23:07
brynjar - Þú ert að vitna í einhverja skoðanakönnun - sem mælt hafi vinsældir Gnarr borgarstjóra.
Það hefur lítið farið fyrir þeirri könnun - geturðu bent á hvar er hægt að sjá hana - hver gerði könnunina og hvenær ?
Benedikta E, 2.9.2010 kl. 00:02
Hvaða væl og krafa um sönnunargögn er þetta. Í hvaða tilgangi? Engu máli skiptir hvort Nonni hefur fengið 40 eða 80& í spurningaleik einhvers. Gæinn er Borgarstjóri og verður það næstu fjögur ár.
Emil, þú gerðir mig skelkaðan áðan þegar þið Ólafur voruð með þetta fiður -kjaftæði. Getuleysi, fákunnátta og vanmáttur..... Hvað ert þú að gefa í skyn? Að borgarstjórinn líkist rjúpu í felubúning og þetta með fiðrið sé forboði? Hvað kemur það fálkanum við, spyrðu svo falskur. Þykistu kannski ekki vita að fálkinn drepur þriðjung karrastofnsins á hverju vori?
Dingli, 2.9.2010 kl. 00:35
Benedikta, þú ert greinilega ein af þeim sem hefur efasemdir um eina "pólitíkus" í heimi sem hlustar á fólkið í landinu, hvað það vill, og hvað vantar, beint frá fólkinu í "landinu" (ætti að vera "borginni") og ekki í gegnum 501,5 starfsmann sem jafnvel geta breytt þeirri sögu sem þeir hafa heyrt svo það passi þeim betur, ef hún þá ratar til borgarstjóra.
En allavega þá hefðir þú nú bara átt að lesa commentin frá þessum ágæta manni sem gengur undir nafninu brynjar því þá hefðir þú komið inn á þetta comment:
22
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/08/31/islendingar_anaegdir_med_allt_og_alla/
frétt frá Morgunblaðinu um könnunina, þið blástakkar hljótið nú að taka fréttur úr flokksblaðinu marktækar.
brynjar (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 11:32
----
Ég verð að koma því að hvað mér finnst þetta ógeðslega hlægilegt og lygum næst þegar maður heyrir í ykkur "íhaldsmönnum". Ég get ekki séð hvernig í andsk. Sjálfstæðisflokkurinn getur talist íhaldsflokkur, fyrir utan kanski þessi kofahræsni í miðbæ Reykjavíkur sem þeir vildu svo endilega viðhalda til að halda sögulegum gildum, og eyddu miljörðum í endurgerðir á þessum kofum. Hverjir sáu um einkavæðingu á öllu? Það telst varla íhald? Allar þessar nýjungar, tónlistarhús sem mun ekki gera gagn fyrir landið, heldur draga það enn lengra niður. Svo er það þvi miður svo létt að blekkja fólk að margir eru farnir að kjósa þennan lýð yfir sig aftur, þetta er eins og meðvirkir aðstandendur alkóhólista, nákvæmlega sama hegðun! Finna afsakanir fyrir öllu sem þeir hafa gert illa eða jafnvel rangt, og REYNA svo að telja upp þá "góðu" hluti sem þeir hafa gert.
Svo fyrir mér er fólk sem kýs Sjálfstæðisflokkinn ekkert annað en meðvirkt fólk, sem ég hreint út sagt samhryggist. Allt þetta gervi, þú (Emil Örn Kristjánsson) notar ennþá setu (eða zetu eins og þú kallar það) af því að þú vilt að það sé munað eftir þér sem íhaldsmanni, sem ekki vill breyta neinu, og ég sé ekkert rangt við það, en ef þú vilt virkilega vera íhaldsmaður, kjóstu þá eitthvern flokk sem mögulega gæti talist íhaldsflokkur (sem reyndar er enginn hér á Íslandi), eða stofnaðu þinn eigin, það er ekki jafn erfitt og margir halda, því ef þú virkilega ert íhaldsmaður, þá hefur þú þínar hugmyndir um stjórnun landsins/borgarinnar/sveitafélaganna.
Takk fyrir mig,
Bjarni Rúnar Ingvarsson
Bjarni Rúnar Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 01:36
Ég var svo upptekinn við að skrifa áðan að ég hreinlega gleymdi að koma inn á það hvernig Sjálfstæðisflokkurinn skítur yfir alla sem yfir hann er hafinn, með því eina að markmiði að skjóta niður ráðandi flokka, og komast til valda aftur, á "skítugann" hátt (ég er ekki að tala um svindl heldur þessi leiðindi með að tala niður til alls og allra), sem er allveg eins og alkóhólistar gera, það sem þeir gera er aldrei þeim að kenna!
Ef þið viljið hafa spillingu, leiðindi og "íhald" kjósið Sjálfstæðisflokkinn, ef þið viljið að ykkar skoðanir komist á framfæri, þá myndi ég segja leið Jóns væri ein af þeim betri (þá meina ég samskiptavefinn Facebook) og einnig hvernig deilt var niður í borgarstjórn, enginn einn flokkur ræður, heldur allir, þetta var gert fyrir ykkur "íhaldsmennina" (eða ætti ég að segja "íhaldsfólkið"?) svo þið fenguð einhvern bita af kökunni líka, svona er ekta lýðræði, gamla formið er einræði flokks sem hendir til fólksins því sem það vill ekkert með að gera (einkavæðing).
M.b.k.
Bjarni Rúnar Ingvarsson
Bjarni Rúnar Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 01:45
Hárrétt, Dingli: "Engu máli skiptir hvort Nonni hefur fengið 40 eða 80& í spurningaleik einhvers. Gæinn er Borgarstjóri og verður það næstu fjögur ár"... því miður.
Mér þykir það merkilegt, sem þú segir um fálkann að hann drepi þriðjung karrastofnsins á hverju vori. Þar við bætist náttúrulega það sem hann étur af karra- og hænustofninum þar fyrir utan.
Annars þá finnst mér rjúpan vera fallegur fugl.... og hérna, nei, mér finnst borgarstjórinn ekki líkjast rjúpu. Ég viss um að fálkanum finnst það ekki heldur.
Emil Örn Kristjánsson, 2.9.2010 kl. 14:38
Já, takk sömuleiðis, Bjarni Rúnar. Það er alltaf fróðlegt að fá innleg frá fólki sem sér heiminn í jafn svart/hvítu og þú, karlinn minn.
Ég neita því ekki að mér svolítið skemmt yfir því hvað zetu-notkun mín virðist fara í taugarnar á sumum þó ástæðan sé eifaldlega sú að mér var á sínum tíma kennt að rita zetu, þegar ég lærði stafsetningu og því er mér eðlilegt að nota hana.
Ég sé enga ástæðu til þess að breyta mínum viðhorfum og aðferðum til þess eins að þóknast pólitískri rétthugsun eða fullyrðingaglöðum og gífuryrtum innleggjurum.
Það er alveg rétt hjá þér að ég er íhaldsmaður og ég sé enga ástæðu til þess að breyta breytinganna vegna. Megi breytingar hins vegar verða til hagkvæmni, hagræðis, framfara e.þ.h. þá geta þær verið sjálfsagðar og velkomnar.
Það er einnig rétt hjá þér, Bjarni Rúnar, að Sjálfstæðisflokkurinn er enginn sérstakur íhaldsflokkur. Það er heldur ekki ástæða þess að ég aðhyllist þann flokk, heldur sú staðreynd að hann hefur umfram aðra haldið á lofti rétti einstaklingsins til athafna og hafnað forræðishyggju hins opinbera.
Eftir sem áður þarf að hafa í huga að frelsi fylgir ábyrgð og því miður hafa óábyrgir menn (karlar og konur) komizt upp með spillingu og skandala en það hefur ekkert með pólitík að gera.
Emil Örn Kristjánsson, 2.9.2010 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.