Á ég að hlæja eða gráta?

Hann Bóhannes í Jónus fer mikinn í DV í dag og vælir yfir örlögum “barnsins síns”… þ.e.a.s. fyrirtækjakeðjunni Högum.

Ég ætla ekki að rekja meintar raunir Bóhannesar í smáatriðum. Nóg hafa víst börnin hans gert í brækurnar að maður hafi lyst á velta sér og öðrum upp úr því.

Það eru þó tvö atriði sem slógu mig sérstaklega við raunatal Bóhannesar. Hann segir orðrétt um Haga: „Þetta er bara gott fyrirtæki og í góðum höndum”. Einmitt það. Ég spyr nú bara: Á ég að hlæja eða gráta? Ætli flestum öðrum sé ekki morgunljóst að sk. Baugsfyrirtæki eru einmitt ekki í góðum höndum og hafa ekki verið  það. Þess vegna er nú þjóðfélagið þar sem það er statt í dag.

Annað sem Bóhannes lætur hafa eftir sér er: „… ef ekkert á að vera stórt og ekkert á að vera hagkvæmt held ég að það verði ekkert eftirsóknarvert að búa hér á skerinu okkar ástsæla“.  Ætli það sé ekki einmitt vandamálið? Hagar og Baugur og hvað þetta nú heitir allt saman er orðið svo stórt að það er bara orðið mjög hagkvæmt fyrir Bóhannes og fjölskyldu hans, ekki fyrir íslenzka neytendur. Það er kannske ekkert eftirsóknarvert fyrir Bóhannes að búa á “skerinu” lengur ef fer sem stefnir og fari hann þá þangað sem hann vill. Samfélagið hefði hins vegar gott af svolítið meiri og virkari samkeppni.

Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig einu fyrirtæki, einni fjölskyldu, hefur tekist að ná slíkum undirtökum á matvörumarkaðnum, án nokkurra teljandi afskipta, meðan Samkeppniseftirlitið rembist við að passa upp á að lyfjaverzlanir og ferðaþjónustufyrirtæki verði ekki of stór.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held nú að karlinn ætti að snúa sér 100% að því að tala við son sinn, hann Jón Ásgeir.. fá hann til að skila öllu þýfinu..
Allt annað er fásinna, að hann fái að halda fyrirtækinu, koma að stjórn þess er brjálæði

doctore (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 15:31

2 Smámynd: Eygló

Pistillinn þinn þessi er eiginlega í einu og öllu á sömu leið og ég hef nöldrað ofan í barminn langalengi! Bróðir í Botni.

Ef þú gleymir hvort það eru Hagar eða Baugur, mundu þá bara Haugur!

Eygló, 28.7.2010 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband