18.6.2010 | 15:24
Þetta er ekki fréttin...
Það er auðvitað ekki gott þegar farið er fram úr þeirri upphæð, sem samkomulagið gerði ráð fyrir. Ekki ætla ég að verja það.
Hins vegar þá vill til að við erum hvorki að tala um háar upphæðir né hátt hlutfall. Það að flokkarnir náðu að halda í við sig í eyðslunni skilaði okkur hófsamlegri kosningabaráttu og ég vona að það sé það sem við eigum eftir að sjá í framtíðinni. Kostnaður við kosningar var kominn gersamlega úr böndunum og löngu tímabært að menn sæju að sér. Að Sjálfstæðisflokkurinn hafi farið 800þúsund krónur fram úr áætlun er ekki stóra fréttin.
Stóra fréttin er sú að þessi kosningabarátta var hófsöm og kostaði minna en áður. Stóra fréttin er líka sú að flokkarnir náðu samkomulagi. Betur ef sk. bezti flokkur hefði verið með í þessu. Það væri áhugavert að vita hve miklu var eytt á þeim bæ.
Þó má nefna að Sjálfstæðisflokkurinn hefur hér lagt öll spil upp á borðið og er tilbúinn að viðurkenna mistök. Samfó hefur hins vegar komið auga á undanþágurnar og nýtt sér þær. Samfó eyddi því í raun meira en fréttin gefur manni tilefni til að ætla.
Þetta er rétt eins og í umræðunni um stóra styrkjamálið þegar Sjálfstæðisflokkurinn lagði öll spil á borðið og fékk bágt fyrir. Samfó leyfði sér hins vegar að þegja yfir styrkjum sem veittir voru einstaka aðildarfélögum og niðurfellingu hárra auglýsingareikninga hjá Baugsmiðlunum... og komst upp með það.
Sjálfstæðisflokkurinn greiddi mest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.