28.5.2010 | 15:57
Lélegt...
Ég ætla ekki að tjá mig um þessa málaleitan sk. Næst bezta flokks nema að benda á að slíkt verður varla gert nema með því að breyta kosningalögum auk þess sem ekki er hægt að taka kosningarétt af fólki með afturvirkum aðgerðum. Þeim hefði bara verið nær að auglýsa sitt framboð fyrr.
Ég ætla hins vegar að lýsa því yfir að ég gef lítið fyrir flokk hvers ritarar eru ekki betur að sér í íslenzkri stafsetningu en svo að þeir rita öll orðin í nafni flokksins með hástaf. Ég mun því ekki óska þessum flokki góðs gengis því ég tel að þeir sem ekki eru betur að sér um slík grundvallaratriði eru vart hæfir til að stjórna bæjarfélagi.
Næst bestir vilja ógilda utankjörfundaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 4899
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
afhverju er þetta lélegt ?
fromboðsfrestur er til 9 maí.
fáránlegt að það sé byrjað að kjósa áður.
Árni Sigurður Pétursson, 28.5.2010 kl. 16:11
Maður þarf nú ekki að kunna meira en að rista brauðsneið til að eiga erindi i bæjarstjórn Kópavogs. Það sagði Gunnar alla vega við mig um daginn.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 16:11
Mér þykir það nú mikilvægara að kunna íslenzku en að rista brauðsneið, Grefill sjálfur... Ég kann reyndar hvorttveggja og er talsvert upp með mér af því.
Árni, ég get vel tekið undir það að þetta séu fáránlegar reglur. Það er ekki síður fáránlegt að fara út í svona aðgerðir á síðustu metrunum og krefjast þess að atkvæði fólks sem kaus í góðri trú séu ógilt. Ætli menn að mótmæla svona löguðu og fá því breytt þarf að gera það á réttum tíma... svo stend ég við fullyrðingar mínar um stafsetninguna.
Emil Örn Kristjánsson, 28.5.2010 kl. 16:20
Það er kannski vert að benda síðuhöfundi á að stafurinn z var felldur úr íslenska stafrófinu fyrir 36 árum.
Grétar Amazeen (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 16:23
Það lögleysa, Grétar, enda vinstri stjórn við völd þegar það var gert...
Athugaðu þó að z má rita sé farið eftir þeim reglum, sem giltu um ritun hennar og hún notuð þar sem það á við.
Emil Örn Kristjánsson, 28.5.2010 kl. 16:32
Hvort skiptir meira máli innihaldið eða framsetning efnis? Hingað til höfum við kosið yfir okkur fólk sem hefur hirð fólks í kringum sig til að tryggja "rétta" framsetningu innantómra loforða. Kannski er það "afbragð" fyrst hitt er "lélegt"?
Ábending Næst besta flokksins er hárrétt og ef breyta þarf kosningalögum, þá er það bara hið besta mál. Betra er að breyta vitleysunni, en að halda henni áfram í lögum.
Marinó G. Njálsson, 29.5.2010 kl. 13:57
Marinó ... ég sé það vantar eina kommu í síðasta inlegg frá þér hér á undan. Þar með ert þú óhæfur og þitt álit marklaust að dómi síðueiganda ef hann er samkvæmur sjálfum sér. Mér finnst þú hins vegar hafa lög að mæla eins og venjulega.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 14:35
... úpps ... og ég er væntanlega líka marklaus þar sem vantaði þarna eitt n í "innlegg".
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 14:38
Já, kæri Grefillinn sjálfur, það er gott að geta séð spaugilegu hliðina á þessu öllu saman. Það verður þó að gera greinarmun á innsláttar-, fljótfærnis- og klaufavillum annars vegar og rangri stafsetningu hins vegar. Það sker í augun að sjá hvernig sjáfir flokksmenn Næst bezta flokksins kunna ekki að rita nafn flokks síns rétt
Marinó, ég sé ekki alveg hvernig fyrri hluti innleggs þíns á erindi í umræðuna. Ég get vel tekið undir með þér að það má breyta ýmsum veigamiklum atriðum í kosningalöggjöfinni. Ábending Næst bezta flokksins er vissulega réttmæt en það er einfaldlega ekki hægt að hafa kosningaréttinn af fólki, sem kaus í góðri trú, með afturvirkum aðgerðum.
Emil Örn Kristjánsson, 29.5.2010 kl. 14:58
Þið hafið báðir rétt fyrir ykkur í kjarna málsins, Emil og Marinó.
Auðvitað er bæði furðulegt og óréttlátt að kosning hefjist áður en framboðsfrestur rennur út, en það er líka alveg út í hött hjá Næst besta að vera að koma með þessar kröfur núna og ætlast þar með til að hafa kosningaréttinn af þeim sem fóru eftir gildandi reglum.
Þessu þarf einfaldlega að breyta fyrir næstu kosningar.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 16:39
Emil, þú segist ekki geta tekið "Næst Besta" flokkinn alvarlega vegna þess að hann skrifar nafn flokksins á þann hátt sem er þér ekki þóknanlegur. Þú tekur, sem sagt, framsetningu fram yfir innihald. Þú virðist vera svo upptekinn af aukaatriðunum, að þú virðist ekki sjá aðalatriðin. Það er minn punktur og hann á mjög vel við það sem þú ritar um þetta framboð.
En segðu mér annað: Þú segir að sumir flokksmenn kunni ekki að rita nafn flokksins. Er það eitthvað verra en það sem þú gerir, þ.e. að breyta ritun nafnsins vegna þess að þú heldur í z-una (sem ég hef ekkert út á að setja). Ef einhver hefur ákveðið þann rithátt að skrifa besti með s-i, er það þá ekki bölvuð frekja að breyta nafni flokksins og rita með z-u?
Ég heiti Marinó, en margir endurskíra mig Marínó. Þeir telja sig vafalaust vera að fylgja einhverri ritvenju, sem þeir ólust upp við. Í Reykjavík er til félagsskapur sem heitir Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Þó ég riti almennt aldrei z-u, þá geri ég það í nafni þessa félags, vegna þess að hu´n er í nafni félagsins. Annars rita ég alltaf verslunarmaður. Mér finnst þinn glæpur gagnvart þessum flokki alveg vera jafn alvarlegur og klaufagangur þeirra að hafa stórt b í "besti".
Marinó G. Njálsson, 30.5.2010 kl. 03:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.