Þau hæfa hvort öðru

Það segir sitt um dómgreindarleysi og skynsemisskort Jóhönnu Sigurðardóttur að hafa valið sér Hrannar Björn sem aðstoðarmann.

Það segir sitt um Hrannar Björn að gangast upp í því að vera málpípa Jóhönnu Sigurðardóttur.

Það segir sitt að opinber málpípa forsætisráðherra lætur eins og hrekkjusvín í sandkassa.


mbl.is Fésbókarsíðan ekki opinber
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reið kona

Eitt hafið þið íhaldsmenn fram yfir okkur hin. Þið eruð alltaf svo málefnalegir þegar þið ræðið um andstæðinga ykkar á hinu pólitíska leiksviði. Já, þeir eru margir sandkassarnir.

Reið kona, 13.1.2010 kl. 14:45

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll Emil minn, já mikið ósköp er hún reið konan í athugasemdinni hérna fyrir ofan.

Erfitt er nú að alhæfa um hver er málefnalegur og hver ekki, ýmiskonar fólk leynist hjá okkur íhaldsmönnum og vinstrimönnunum. En Hrannar, blessaður karlinn hefur nú oft verið seinheppinn.

Að skammast út í hinn mikla Íslandsvin Evu Joly var mjög klaufalegt hjá honum. Einnig hefur hann þannig fortíð, að ef hann væri íhaldsmaður og aðstoðarmaður íhaldsráðherra, þá hefði nú eitthvað heyrst í vinstri mönnunum.

Enda eru þeir oftast reiðari en við.

Það er nú samt þannig með reiðina, hún gerir engum gott.

Ekki er ég reiður út í vinstri menn, jafnvel þótt þeir séu að sliga þjóðina með sköttum, sem þeir kalla víst norrænt velferðarkerfi og auknum gjöldum, sem hækka afborganir af húsnæðislánum, þeir kalla það víst skjaldborg um heimilin.

Þótt þeir vinni þvert á hagsmuni okkar út um allan heim og heimti að við borgum, það sem okkur ekki ber, þá er ég ekki reiður út í þá, langt í frá, ég vil þeim allt hið besta. En mér þætti afar vænt um, ef þeir hættu að skipta sér af stjórnmálum, það yrði þjóðinni til góðs.

Hafandi verið óbreytur launamaður til margra ára, hef ég sé það glöggt á buddunni minni, hún hefur þynnst. En sem sannur Íslendingur hef ég ekki vælt yfir því, ég veit nefnilega sem er, að vinstri stjórnir eyðileggja sig að innan fyrr en síðar.

Kannski getur reiða konan frætt okkur barnalegu sjálfstæðismennina um, hvað vinstri stjórnir hafa gert fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu?

Færa má fyrir því góð rök, að allt fór til betri vegar, eftir að sjálfstæðismenn tóku við 1991:

1). Skattar á fyrirtæki voru lækkaðir til muna, þannig að þau fóru að skila meiri hagnaði og gátu greitt hærri laun.

2). Verðbólga fór niður í sögulegt lágmark í stjórnartíð sjálfstæðismanna, árið 1996-1998 jókst kaupmáttur ráðstöfunartekna um 18,5%.

3). Atvinna var stöðugt og atvinnuleysi í stöðugu lágmarki flest árin.

En það er erfitt að höndla góða tíð til langframa, sjálfstæðismenn gerðu mistök og hafa viðurkennt þau af hreinskilni, t.a.m. Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín á opinberum vettvangi.

Kannski hefur reiðin svipt reiðu konuna sýn, þannig að hún heldur að sjálfstæðismenn hafi alltaf staðið sig eins illa og árin 2004-2008, en það er ekki svo, eins og ég leitaðist við að sýna í ofangreindum rökum. Allavega hefur mér og þeim er ég þekki gengið prýðilega að lifa undir stjórn sjálfstæðismanna, en það er öllu erfiðiara undir vinstri stjórn. Það getur vel verið að reiðu konunni finnist rök mín léttvæg, en þá verður svo að vera. Hún má einnig vera reið út í mig eins og aðra íhaldsmenn. Hún má kalla mig öllum illum nöfnum, hálfvita og vitleysing, það er guðvelkomið. En ég vona að hún láti ekki reiðina bitna á sínum nánustu, það er öllu verra.

En með vinstri mennina, ég tek undir orð Krists á krossinum og segi af hjartans auðmýkt; "faðir fyrirgef þeim, þeir vita ei hvað þeir gjöra".

Jón Ríkharðsson, 13.1.2010 kl. 17:04

3 Smámynd: Reið kona

Herra Jón Ríkharðsson, ég verð að þakka þér fyrir þessi tilskrif og sögulegu upprifjun. Tek undir margt, en ekki allt. Eitt er mér hulið. Það er hvernig þú lest einhverja reiði út úr athugasemdinni minni. Hún var svona:

Eitt hafið þið íhaldsmenn fram yfir okkur hin. Þið eruð alltaf svo málefnalegir þegar þið ræðið um andstæðinga ykkar á hinu pólitíska leiksviði. Já, þeir eru margir sandkassarnir.

Lang besta stjórn Íslands var Viðreisnarstjórnin 1959-1971. Lang verstu stjórnarherrar landsins voru svo þeir sem fylltu hausinn á sér af frjálshyggju og hófu skipulega að rífa verðmætin af þjóðinni og útdeila þeim til vina og flokksfélaga. Nú liggur skjalfest fyrir að þeir eru mestu óláns- og glæpamenn Íslands. Þeir og útrásarvíkingarnir. Þetta eru fyrirlitnustu menn Íslands.

PS. Eru Sjálfstæðismenn enn að gæla við einkavinavæðingu? Ég hef ekki heyrt nokkurn Sjálfstæðismann nefna orðið einkavæðingu síðan fyrir hrun! Skrítið!

Reið kona, 13.1.2010 kl. 19:28

4 Smámynd: Halla Rut

Hann vissi ekki að facebook væri miðill hann hélt af því að tölvan væri heima hjá sé þá færi það sem skrifað væri á samskiptamiðil ekki í loftið.  Þetta er nú meira en allt auðvitað bara drepfyndið.

Halla Rut , 13.1.2010 kl. 22:08

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll aftur Emil minn, mig langaði aðeins að svara "reiðu konunni" hérna fyrir ofan, hún er nú ekki svo reið þrátt fyrir það nafn er hún velur sér.

En "reiða kona" (það er víst eina nafnið sem ég þekki á þér), þú talar um einkavæðinguna og útdeilingu milli vina og kunningja. Ég er þeirrar gerðar, að ég get ekki myndað mér skoðun, án þess að kynna mér eins margar staðreyndir og hægt er. Eftir að hafa lesið skýrslu Framkvæmdanefndar um einkavæðingu og rætt persónulega við þá sem voru í ríkisstjórn hef ég komist að eftirfarandi niðurstöðu:

Það komu ábendingar frá OECD þess efnis að heppilegast sé að einkavæða banka, ríkisstjórnin tók þeim tilmælum vel.Í fyrstu var hugmyndin sú að selja þá í dreifðri eignaraðild, mönnum fannst verra að einn eða fleiri stórir aðilar eignuðust bankanna. Samfylkingarþingmennirnir Ásta Ragnheiður og Sighvatur voru algerlega á öndverðum meiði, sögðu það hamla eðlilegri verðmyndun á markaði, um þetta var mikið deilt árið 1998 eða 9, ég hef ekki heimildirnar fyrir framan mig, því þær eru um borð, ég er að bíða eftir að vinstri sinnaðir skipsfélagar mínir tveir lesi þær svo við getum rætt þetta af skynsemi og með rökum. Heimildirnar sem ég tók saman um þessi mál hafa verið ólesnar af þeim  í marga mánuði, en nóg um það. Af mörgum ástæðum sem er of langt mál að rekja, enda auðvelt að nálgast nánari upplýsingar á netinu, þá fylltist ríkisstjórnin örvæntingu, því enginn fjárfestir hafði áhuga. Á þessum tíma var komin sú niðurstaða, að fá stóran kjölfestufjárfesti. Það var ekki fyrr en um sumarið 2002 að Samson hópurinn sýndi áhuga.

Þá brugðust menn við, til að gæta sanngirni og efndu til opins útboðs og fengu í leiðinni Breska ráðgjafa með reynslu á þessu sviði til að hjálpa til. Bresku ráðgjafarnir beittu þrennskonar mati við athugun á hæfni bjóðenda og Samson hópurinn kom best út í þeim öllum, varðandi framtíðarsýn og rekstur bankans, einnig buðu þeir ásættanlegt verð í dollurum. Menn voru sammála um að dollarar nýttust vel til að greiða niður skuldir ríkisins. Það sem Steingrímur Ari virtist helst ósáttur við, var að honum fannst ekki næg áheyrsla lögð á hámarksverð, hann vildi ekki láta aðra þætti hafa eins mikið vægi og bresku ráðgjafarnir sem og hinir í nefndinni vildu. En Steingrímur Ari lét þess jafnan getið, að hann teldi ekkert saknæmt hafa átt sér stað.

Eftir á að hyggja hefðu menn átt að kanna betur hvaðan peningarnir komu og vanda sig meira, ég tel það frekar klaufaskap heldur en óheiðarleik, því öllum sem að þessu stóðu var mikið í mun, að standa heiðarlega að málum. Þeir vildu jú halda í atkvæði sín. Ríkisendurskoðun var falið að fara yfir málið og gefa sitt álit, því allir vildu hafa þetta skothelt, enda um stórt mál að ræða. Ríkisendurskoðun gerði engar alvarlegar athugasemdir.

Þetta með einkavæðinguna, ég man eftir greinum eftir Jón Þorláksson sem hann talaði fyrir einkarekstri, Ólafur Thors vildi einnig að sem flest fyrirtæki væru einkarekinn, þannig að Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf viljað einkaframtakið koma að sem flestum málum. Það hefur aldrei breyst, þó menn tali ekki um það núna, enda allir uppteknir af Ice save og hruninu.

Ef þú finnur einhverjar skjalfestar upplýsingar sem hrekja mín rök, þá finnst mér sjálfsagt að endurskoða mína afstöðu. Einnig ef þú telur vinstri menn hafa sýnt skynsamlegri hagstjórn en sjálfstæðismenn. Ég breyti ávalt afstöðu minni ef ég er sannfærður með góðum rökum.

Allir stjórnmálaflokkar hafa gert mistök, sem og allir menn. Heimurinn er nefnilega ekki fullkominn og ekki Sjálfstæðisflokkurinn heldur. En í breysku samfélagi okkar, sýnist mér sjálfstæðisstefnan virka best.

En endilega leiðréttu mig ef þú hefur aðrar og betri upplýsingar en ég, svo held ég svo sem ekki að þú sért reiðari en gengur og gerist, sennilega er þetta aðferð hjá þér til að lýsa yfir óánægju með ríkjandi skipulag.

Jón Ríkharðsson, 13.1.2010 kl. 22:43

6 Smámynd: Reið kona

Herra Jón Ríkharðsson, ég Þakka þér pistilinn. Eins og áður margt gott, annað miður. Sjáðu til, á þeim tíma sem þú nefnir, er hver einasta ríkisstofnun höll undir stjórnvaldið, enda skipuð af því. Þú talar um opið útboð, einnig Ríkisendurskoðun. Auðvitað var útboðið "opið" í byrjun, en þegar kom að ákvarðanatöku var allt lokað. Segðu mér eitt: Af hverju lenti Kjartan Gunnarsson í bankaráði bruggaranna, sem svo borguðu aldrei neitt? Hverra hagsmuna átti hann að gæta þar?

"Eftir á að hyggja hefðu menn átt að kanna betur hvaðan peningarnir komu og vanda sig meira, ég tel það frekar klaufaskap heldur en óheiðarleik, því öllum sem að þessu stóðu var mikið í mun, að standa heiðarlega að málum. Þeir vildu jú halda í atkvæði sín."

Sérðu ekki andstæðurnar í þessari setningu þinni. Þær hrópa á mig.

Sjáðu til. Einkavæðing bankanna okkar á ekkert skylt við heiðarleika. Hún var bara pólitískt loddarabragð. Ekkert annað. Að nefna heiðarleika í því sambandi, er álíka smekklegt og að tala um snörur í hengds manns húsi.

Ég nenni ekki að fara of djúpt í þetta mál. Það liggur einhvern veginn svo augljóslega fyrir, öllum nema blindum íhaldskurfum, sem gjarnan sveipa sig orðskrúði, en eru raunverulega naktir. Þetta veit öll þjóðin.

En réttur hvers manns er að tjá sig, um menn og málefni. Þú hefur þann rétt og ég virði hann. Verð þér líklega seint sammála. Góðar stundir! 

Reið kona, 13.1.2010 kl. 23:16

7 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll aftur Emil minn, þetta eru orðnar heitar umræður, ég ætla aðeins að fá að svara "reiðu konunni" aftur.

Það er ekkert óeðlilegt við það að vilja halda í atkvæði sín, allir sjórnmálamenn eiga það sameiginlegt, og  klaufaskapur er hluti af mannlegri tilveru. Flestir stjórnmálamenn vilja vera heiðarlegir, hvar í flokki sem þeir standa. Ég þakka þér fyrir að kalla mig "herra Jón Ríkharðsson", en margir telja íhaldsmenn snobbaða eða af góðum ættum. Ég hef nú verið til sjós ansi lengi sem háseti á fiskiskipum, það er ágætt starf, en mun seint teljast til virðulegustu starfa. Í minni ætt finnst varla menntamaður og hvað þá efnað fólk, þetta eru allt saman kotbændur, sjómenn og verkamenn sem að mér standa. En það gleymist víst oft, að sjálfstæðismenn eru í öllum stéttum þjóðfélagsins. Snobb þykir mér afskaplega hvimleiður kækur.

Ekki teljast þetta merkileg rök hjá þér, en þú hefur eins og allir rétt á þínum skoðunum. Mér finnst betra að byggja mínar skoðanir á sem bestum heimildum og þá helst skjalfestum. En það virðist því miður vera þannig með þá sem hallast til vinstri, þeir hafa aldrei getað rökrætt við mig. Þeir hafa glatt mig með því að segja að ég sé vitlaus, heimskur og jafnvel hálfviti, það finnst mér hól. Ég er lengi búinn að bíða eftir að einhver góður vinstri maður sýni mér fram á villu mína, en fæ alltaf að heyra hvað ég sé vitlaus, kannski eru það gild rök hjá vinstri mönnum.

Það er nefnilega ekki magn vits sem gildir, heldur nýtingin. Ef ég er hálfviti, sem getur bara vel verið, hálfvitar eru prýðisfólk, þá telst ég góður að geta gert það sama og hinir, ég hef oft bent vinstri vinum mínum á þetta um borð, þá verður oft lítið um svör. Og kannski er ég einn af þessum blindfullu íhaldsmönnum sem þú bendir á. Það er fínt ef svo er, ég drekk aldrei áfengi, þannig að það er gott að vera blindfullur alla daga án útgjalda sem brennivínskaup útheimta.

Þú vilt ekki kafa djúpt í þessi mál, ekki ræða þau í kjölinn og styðjast við heimildir. Gott og vel, en hvernig er hægt að hafa skoðanir um mál sem maður nennir ekki að skoða? Ég myndi ekki treysta mér til þess. Það er einhvernvegin þannig einnig með lærða lögmenn og dómara, þeir virðast þurfa marga mánuði til að átta sig á málunum. Þú gætir kannski kennt þeim þína aðferð? Það myndi spara stórfé fyrir samfélagið ef hægt væri að fækka tímum sem fara í rannsóknir.

Jón Ríkharðsson, 14.1.2010 kl. 00:09

8 identicon

Jón Ríkharðsson, styttu mál þitt.  Það nennir enginn að lesa svona langloku sem er full af?

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 02:04

9 Smámynd: Reið kona

Herra Jón Ríkharðson. Þú ert ágætur. Betri en margur. Þú ert bara á rangri braut í þjóðlífinu, sem reyndar enginn skilur nú um stundir. Þökk sé þínum flokki og flokki fjósamanna Íslands.

"Og kannski er ég einn af þessum blindfullu íhaldsmönnum sem þú bendir á. Það er fínt ef svo er, ég drekk aldrei áfengi, þannig að það er gott að vera blindfullur alla daga án útgjalda sem brennivínskaup útheimta" þín orð.

Hvar nefndi ég blindfulla íhaldsmenn? Ertu ekki með réttu gleraugun? Ertu kannski að reyna að leggja mér orð í munn? Slepptu því algjörlega. Þú kemur mér fyrir sjónir sem góður maður. Góður maður að verja vondan málstað. Minn eiginmaður, til 27 ára, skipti sér lítið af pólitíkinni. Vann bara og kaus. Alltaf Alþýðuflokkinn. Þar fannst honum hann eiga heima. Það fannst mér líka. Nú er sá flokkur allur, eins og minn góði maður. Genginn  inn í annað, við misjafnar undirtektir. Sjálfstæðisflokkurinn lifir enn, löngu búinn að gleyma gildum sínum, en samt vilt þú halla þér að honum. Þitt er valið. Sjómaður, dáðadrengur. Vilt þú græða á daginn og grilla andstæðinga þína á kvöldin? Held ekki! Gakktu með okkur vinstra fólki veginn til jöfnuðar í þjóðfélaginu. Af orðum þínum, gæsku og visku, átt þú að leiða þá göngu, með þínum skipsfélögum! Þú átt enga samleið með N1, Bjarna Benediktssyni, húsverði turnsins í Makaó, sem kostaði skattgreiðendur hér 16 þúsund milljónir. Þú átt enga samleið með öðrum óbermum íhaldsins, sem hrifsa allt til sín og senda svo þjóðinni reikninginn. Mér sýnist þú, af orðum þínum, vera fallegur og sanngjarn maður. Ef ég væri yngri vildi ég hitta þig á sólarströnd. Kannastu við Saltbragð hörundsins á Sheyshelleyjum og alla þá sögu?  Eða bara kaffi París í Reykjavík til vara.  Gott er að vera Íslendingur.  

Reið kona, 14.1.2010 kl. 02:48

10 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir "reiða kona" hlý orð í minn garð. Ég held að það sé best fyrir okkur að hætta að ræða pólitík, því við verðum áfram á öndverðum meiði þar.

En ég vil koma með smá athugasemd, varðandi blindfullu íhaldsmennina. Þú ritaðir "blindfullum íhaldskúrfum", þannig að ég var ekki að leggja þér orð í munn. En það skal viðurkennast að vinsælt áhugamál okkar sjómanna kallast "borðsalsþvarg", sennilega var svar mitt í ætt við það. Ég skildi samt, að þú áttir ekki við drykkjuskap, heldur varstu að grípa til líkingamáls. En í borðsalsþvarginu rífumst við á léttum nótum, ókunnugir upplifa það sem illsku, þótt þetta sé mest í gríni. En þar eru notuð algerlega óprenthæf orð.

Varðandi sólarströndina, þá hef ég aldrei komið til suðrænna landa. Ég á fimm yndisleg börn, en það útheimtir mikla vinnu að halda stórri fjölskyldu gangandi og það þarf að neita sér um ýmislegt. En ég er lánsamur maður, þannig að ég hef ekki yfir neinu að kvarta.

Ég er sammála þínum lokaorðum, ef ég væri einhleypur og við nær hvort öðru í aldri (ég veit reyndar ekkert um þinn aldur, vitna bara í þín orð), þá væri stórfenglegt að hitta þig á fallegri sólarströnd. Þú virðist tilfinningaheit og ástríðufull kona. Ég kann að meta svoleiðis konur, sem gustar af og hafa skoðanir á málum, einnig virðist þú bráðgreind og víðlesin í heimsbókmenntunum.

Ég kannast ekki við bókina sem þú nefnir, en mun leita hana uppi og lesa hana. Ég er mikill áhugamaður um menningu og listir. Ég er líka sammála því, að það er gott að vera Íslendingur. Ertu nokkuð Akureyringur? Ég hef oft heyrt þá nefna kveðjuna "góðar stundir"? En ég segi það sama við þig, góðar stundir.

Guðrún Jónsdóttir segir mér að stytta mál mitt. Ég myndi taka vel í þá ábendingu ef ég væri að leitast við að stækka lesendahópinn. En Guðrún mín, ég er nú að þessu eingöngu til að tjá mig. Þegar ég er í landi er ég oftast einn, allir að vinna og í skóla. Ég uppgötvaði bloggið fyrir skömmu og finnst gott að geta rætt við fólk, stundum rifist aðeins ef ég er í þannig skapi osfrv. Ef þér finnst ég of langorður, þá getur þú lesið fullt af stuttorðum bloggum, það er mér algerlega að meinalausu þótt þú lesir ekki langlokurnar mínar.

Emil minn, takk fyrir lánið á síðunni þinni í samræðurnar við þessa góðu konu, sem titlar sig reiða. 

Jón Ríkharðsson, 14.1.2010 kl. 09:35

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það sem farið hefur fram hjá Jónum og Gunnum svo ekki sé talað um reiðar konur, er að almenningur í landinu er löngu hættur að spá í hægri- vinstri.  Flestir sem tjá sig á netinu eru orðnir fullsaddir bæði af Samfylkinug, Vinstri grænum, Sjálfstæðisflokki og Framsókn.  Fólk er að krefjast utanþingsstjórnar og gefa fjórflokknum frí.  Enginn þessara flokka hafa gert upp fortíð spillingar, tækifærismennsku og forsjárhyggju.

Þjóðin er búin að missa trú á alla þessa fjóra flokka og fólkið sem stjórnar þeim.  Þess vegna þurfa íslendingar að snúa bökum saman og krefjast þess að þessir fjórir flokkar stígi niður, fari í aflúsun og naflaskoðun og hér verði hreinsað til, svo við fáum það Ísland réttlætis, virðingar og kærleika sem við þráum öll. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.1.2010 kl. 12:47

12 Smámynd: Reið kona

Herra Jón Ríkharðsson, til að auðvelda þér leitina.

Skáldsagan Saltbragð hörundsins er eftir frönsku skáldkonuna Benoite Groult í íslenskri þýðingu Guðrúnar Finnbogadóttur.

Bókin, sem nefnist á frummálinu Lex Vaisseaux du cæur kom fyrst út í Frakklandi árið 1988 og færði höfundinum þegar mikinn frama. Í kynningu útgefanda segir:

"Saltbragð hörundsins fjallar um samband tveggja einstaklinga, karls og konu sem sprottin eru upp úr mjög ólíkum jarðvegi. Hún er menntakona, búsett í París, en hann er ómenntaður og óheflaður sjómaður frá Bretagne-skaganum. Þau lifa í gjörólíkum heimi og það eina, sem tengir þau, eru ólgandi og oft hömlulausar ástríður sem þau verða að gefa lausan tauminn!

Höfundur bókarinnar, Benoite Groult, hefur skrifað margar bækur og hún hefur tekið virkan þátt í kvenréttindabaráttu í heimalandi sínu. Með bókinni Saltbragð hörundsins þótti hún koma mjög á óvart og margir landar hennar hneyksluðust á henni.

Reið kona, 14.1.2010 kl. 15:19

13 Smámynd: Reið kona

Smá leiðrétting. Rétt skal vera rétt. 

"......... nenni ekki að fara of djúpt í þetta mál. Það liggur einhvern veginn svo augljóslega fyrir, öllum nema blindum íhaldskurfum, sem gjarnan sveipa sig orðskrúði, en eru raunverulega naktir. Þetta veit öll þjóðin"

Hvergi minnst á áfengi!!

Reið kona, 14.1.2010 kl. 15:37

14 Smámynd: Ursus

Alltaf sama sagan! Reiða konan og Jón voru að smella saman. Þá bara hverfur hún og hann líka. Hvernig væri að bera virðingu fyrir okkur lesendum? Hvar í andskotanum er þetta fólk?

Ursus, 16.1.2010 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 4909

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband