Búum öldruðum áhyggjulaust hvað...?

Hvaða hemja er það að krefja ellilífeyrisþega um kvartmilljón á mánuði fyrir húsaleigu? Hvaða endemis "bommertur" er sjómannadagsráð eða dótturfélag þess búið að gera? Það hlýtur að vera meira en lítið skjöldótt við fjármögnun þessara íbúða ef greiða þarf stórfé fyrir ekki stærra húsnæði.

Og hvernig skyldi svo íbúum líða? Ég geri ráð fyrir að flestir hafi átt sitt húsnæði og selt það til þess að geta átt áhyggjulausa elli í leiguíbúð.

Slagorð rekstraraðilanna er víst "búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld". Þvílík þversögn í orði og verki. Hér er einhver maðkur í mysunni og það er krafa allra, ekki bara íbúanna, að allt komi upp á borðið.

Svo er tilgangslaust að tala um "skjaldborg um heimilin" meðan gamla fólkinu er látið blæða...


mbl.is Kvartmilljón á mánuði fyrir litla íbúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Flinkir í fjármálum þessir. Annað hvort ert þetta þjófnaður eða öldungis "vanfærir" menn hafa séð um framkvæmdir.

Geri nú reyndar ráð fyrir að þetta sé dæmi um dýrustu íbúðina, eeeeeen mér sýnist u.þ.b. tvenna ellilífeyrisgreiðslur fari þarna á einu bretti. Tilhlökkun að verða gamall?!  Er e-r þjónusta inni í þessu gjaldi?

Eygló, 11.1.2010 kl. 14:12

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

3 milljónir á ári í húsaleigu hjá tekjulausu fólki. Þetta er ekkert annað en rán. Það kom fram í fréttinni Eygló að engin þjónusta fylgi. Það er allt auka. 

Jón Steinar Ragnarsson, 11.1.2010 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 4909

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband