Færsluflokkur: Menning og listir
8.1.2018 | 16:43
Ólafur sjómaður
Ég man þá tíð þegar blómstraði ákveðin tegund dægurlaga, sem kölluð voru sjómannalög. Reyndar eru menn (karlar og konur ) enn að semja sjómannalög en þegar mest var áttu sjómenn sér sérstakan óskalagaþátt á þeirri einu útvarpsstöð sem almenningi stóð til boða á þeim tíma.
Það fór því ekki hjá því að stóran hluta ævi minnar ómuðu gjarnan sjómannalög í útvarpinu þar sem gjarnan var sungið um hýreyg og heillandi sprund, brimsorfna kletta, Sigurð sjómann, kútter frá Sandi, Sjipp ojhoj og fleira sem ég kunni lítil skil á.
Ég get svo sem vel unnt sjómönnum þess að heil grein dægurtónlistar skuli hafa verið lögð undir það að mæra störf þeirra. Hugsanlega var það gert meðvitað til þess að eiga betur með að manna stéttina. Mér hefur þó alltaf þótt þetta frekar einkennilegt. Ekki hafa t.a.m. löggiltir endurskoðendur, pípulagningamenn eða ljómæður fengið slíka athygli fyrir störf sín, sem þó eru sízt ómerkilegri.
Einn þeirra sjómanna sem oft var sungið um var hann Ólafur sjómaður, sem sagt er frá í samnefndu lagi. Þar hljóðar eitt erindi textans svo:
Er hafaldan háa við himininn gnæfir
og allt er stormasamt og kalt,
þá vex mönnum kjarkur,kraftur og þor
og kappið er þúsundfalt.
Þetta er nú kannske ekkert sérstaklega vel kveðið en svona kveðskap urðu sjómenn reyndar oft að láta sér lynda.
Þessi texti er einn þeirra sem mér þótti sérlega torskilinn. Því ég gat aldrei heyrt annað en að í síðasta vísuorði væri sagt og kaffið er þúsundfalt. Þótti mér það sérkennilega að orði komizt og taldi vera dæmi um ósvikið sjómannamál, sem mér landkrabbanum væri fyrimunað að skilja.
Nú í dag komst ég hins vegar að því að það er kappið, sem er þúsundfalt. Mér þykir það ekkert sérstaklega skemmtilega komizt að orði, satt að segja frekar hallærislega. Ég er þó feginn því að hafa nú á efri árum fengið að vita að hvað átt er við í vísunni og get hætt að eltast við þúsundfalt kaffi, sem ég hélt að væri eitthvað óskaplega eftirsóknarvert.
(Þessi pistlill hefur áður birzt á öðrum vettvangi)
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 4892
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar