Þó ekki væri nema fyrir nafnið eitt...

Ég veit harla lítið um forsögu þessa máls. Mér finnst bara nafnið vera með eindæmum bjánalegt og skera í augu og eyru þeirra sem unna vönduðu máli og nafngiftum.

Það er grátbroslegt að sjá hvernig sumir veitinga- og verzlunarmenn reyna að sýnast heimsborgaralegri með því að nefna fyrirtæki sín einhverjum fáránlegum nöfnum upp á ensku.

Ég leyfi mér líka að efast um að svona fyrirtæki lifi eitthvað lengur fyrir vikið. Alla vega veit ég ekki betur en að sambærileg fyrirtæki, sem heita góðum, gjaldgengum og oft frumlegum íslenzkum nöfnum hafi lifað nokkuð góðu lífi og í langan tíma. Ég nefni sem dæmi: Austurindíafjelagið, Lækjarbrekku, Ítalíu, Hornið, Eldsmiðjuna og Bæjarins beztu og er þá fátt nefnt.

Ég endurtek: Ég veit lítið um forsögu þessa máls. En mér finnst full ástæða til að gera athugsemd við fyrirtæki hvers aðstandendur hafa ekki til að bera meiri metnað og frumleika þegar velja skal nafn á það.

"Núdul steisjon"... maður veit ekki einu sinni hvers kyns það er.

 


mbl.is Noodle Station ekki lokað að kröfu borgarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

... vantar bara "outlet" aftan við : )

Eygló, 3.11.2009 kl. 02:28

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Núðlustöðin ?  (Annars var alltaf afskaplega ljúffeng lyktin, sem barst út af þessum litla, frkar vinalega, stað á Skólavörðustígnum.  Sé eftir því núna að hafa ekki fylgt lyktarskyninu alla leið inn meðan staðurinn var opinn).

Hildur Helga Sigurðardóttir, 3.11.2009 kl. 15:10

3 identicon

Ég hef oft verið að velta vöngum yfir því af hvaða hvötum sumir þeir sem stofna og reka verslanir og veitingastaði gefa fyrirtækjum sínum fáránleg nöfn, einhverskonar orðskrípi sem stundum er ekki hægt að skilja, ég hef heldur enga löngun til að kafa ofan í bullið. Eins og Eygló bendir á að framan þá hefur þetta fáránlega orð "outlet" nánast útrýmt ágætu íslensku orði "útsala" sem hefur reynst vel í áratugi, þetta er gott dæmi um slæma þróun.

Ég ætla enn að teygja lopann svolítið lengra. Þessir menn sem halda að þeir stækki við að setja orðskrípi á fyrirtæki sín eru mjög líklega haldnir alvarlegri minnimáttarkennd. Þegar ég sé slík nöfn tel ég mig vita hvað gerist í heilabúum vesalings eigendanna, vona að þeir nái einhverjum bata.

En ég mun aldrei ganga inn í verslun sem býður "outlet" kannski munar ekki svo mikið um það, ég ef ekki verið svo fyrirferðamikill á útsölum en fer þar inn ef mig langar til.

Að lokum: hvers vegna lætur Ríkisútvarpið yfir okkur dynja auglýsingar þar alls konar bull og orðleysur fá að  vaða innanum bera mál, þetta gerist bæði í útvarpi og sjónvarpi. Einu sinni var málfar til fyrirmyndar í Ríkisútvarpinu, er ekki málfarsráðunautur starfandi við stofnunina?

Ég vona að einhvern daginn taki einn af ágætum þulum Útvarpsins sig til og neiti að flytja eða lesa orðskrípin.

Sigurður Grétar Guðmundsson (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 15:28

4 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Já, Eygló, það væri alveg í þessum anda að bæta átletti aftan við.

Núðlustöðin væri ekki verra en hvað annað, Hildur Helga. Íslenzkt nafn sem er þjált og hljómar nokkuð vel. "Hittumst á Núðlustöðinni klukkan tólf" eða "Ég fer nú oftast á Núðlustöðina í hádeginu". Svo mætti stytta það í "Stöðina" í daglegu tali þegar staðurinn er orðinn rótgróinn og þekktur.

Emil Örn Kristjánsson, 3.11.2009 kl. 15:28

5 Smámynd: Eygló

haha þetta eru skemmtilegar pælingar.
"Núðla" telst víst ekki einu sinni til almennilegrar íslensku.
Verri er þó ósóminn "station". Ég sé bensín- eða járnbrautarstöð.

Bjóðum upp á Brunch á Noodle Station Outlet Group.  (aumingjans fólkið)

Annars spyr ég (hef spurt áður, ekki fengið svar) Nú hljómar oft á dag Bubbalag og ég fæ kvíðahroll í hvert sinn. Í viðlagi segir "Þegar mig kennir til" Þar sem þetta er viðlag, hljómar þetta nokkrum sinnum.

Er ekki hægt að lögsækja?  Eða er þetta rétt, í ykkar eyrum. Heima sögðum við "ÉG kenni svo til í fætinum" Örugglega frá dönsku, enda á þeim tíma. Núna nota ég bara so "að finna".  "Ég finn svo til í..."

Ef þetta er rétt hjá mér, ætti að setja lögbann : ) á fólk sem hefur gríðarleg áhrif á fólk/máltilfinningu.

Eygló, 3.11.2009 kl. 18:43

6 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Þetta er nú gallinn við að tala íslensku, þar kemur mesti þjóðrembingurinn fram. Við þykjumst ætla inn í ESB en svo vilja margir að allt hér sé á sama tíma rammíslenskt, allavega tungumálið og nöfnin á öllum hlutum. Við sitjum samt hér öll og bloggum á pc eða mac með windows, svo íslensk sem þau heiti eru nú. Ég hef nú bloggað um það hvað íslenskan er okkur dýr og mikill þrándur í götu, sérstaklega ef við ætlum að ganga í ríkjabandalag. Íslenskuna eigum við að leggja niður sem fyrst. Mér er alveg sama hvað menn nefna veitingastaðina sína. Ég geri mér grein fyrir að útlendingar sem hingað koma hafa hvort eð er ekki hugmynd um hvað nöfnin þýða ef þau eru á íslensku. En Noodle station skilja lang flestir þeirra hvað þýðir, þannig að það er ósköp eðlilegt að staðarhaldinn hafi valið staðnum skiljanlegt nafn. Meirihluti þeirra sem fara um Laugaveg og Skólavörðustíg eru útlendingar. Eðlilegt að höfðað sé til þeirra. Út með íslenskuna, tökum upp skiljanlegt mál!

Jón Pétur Líndal, 14.11.2009 kl. 11:48

7 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Já, af hverju tökum við ekki bara upp spænsku eða kínversku í staðinn, Jón Pétur?

Emil Örn Kristjánsson, 16.11.2009 kl. 09:30

8 Smámynd: Eygló

?imbeciles?

Eygló, 16.11.2009 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 4672

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband