Epli og appelsínur

Auðvitað er fjárskortur í rekstri Landhelgisgæzlunnar grafalvarlegt mál. En hér er engan veginn líku saman að jafna.

Allsstaðar er verið að hagræða, allsstaðar þarf að spara. Líka hjá Landhelgisgæzlunni, því miður. Við skulum bara vona að þar á bæ beri menn gæfu til að hagræða án þess að slaka á öryggiskröfunum.

Bygging tónlistanhússins er allt annað mál. Hún er fjármögnuð af bæði ríki og borg og ég fagna því að ákveðið hafi verið að halda þessu verki áfram. Ekki sízt fyrir það að bygging þessa húss á eftir að veita um 600 manns atvinnu og ekki veitir af. Sex hundruð manns, sem margir ef ekki flestir hefðu annars verið á atvinnuleysisbótum. Er ekki betra að að borga fólki aðeins meira fyrir að skapa verðmæti en greiða þeim bætur fyrir að líða illa... oft með hræðilegum afleiðingum.

Þetta hús á svo að sjálfsögðu eftir að gera miklu meira en bara standa þar sem það hefur verið reist. Þetta hús á eftir að vera vinnustaður fjölda manns og á sannarlega eftir að borga sig. Gangi allt eftir þá mun í kjölfarið verða frekari uppbyggning á þessum reit og þá skiptir ekki minnstu máli að þar verði byggt hótel, ráðstefnuhótel, sem nýtir aðstöðuna í tónlistarhúsinu. Ráðstefnugestir munu því verða viðbót við þá ört vaxandi atvinnugrein sem ferðaþjónustan er. Svo því sé haldið til haga þá hefur annað eins verið gert í öðrum borgum til þess að auka straum ferðamanna og gjaldeyristekjur af þeim. Því skal einnig haldið til haga að hótelrými borgarinnar í dag getur ekki nema að hluta nýzt fyrir tónlistar- og ráðstefnuhús því þar er vel bókað stóran hluta árs... einmitt þann hluta árs sem ráðstefnur eru gjarnan haldnar. Bygging tónlistarhússins er því bara upphafið á því að skapa fjölda nýrra starfa.

Ég vil einnig að því sé haldið til hafa að ég er ekki endilega að dásama húsið eða hönnun þess sem slíka og sjálfur hefði ég viljað sjá allt aðra útfærslu. Til þess að ítreka það ætla ég því að endurbirta hér hluta veffærslu sem ég ritaði fyrir stuttu síðan:

"Mig langar í leiðinni að nefna hvernig ég hefði viljað sjá tónlistar- og ráðstefnuhúsið útfært. Það háttar þannig til í Helsinki að þar átti að byggja kirkju á klettahæð einni í borginni. Það var búið að sprengja fyrir grunninum þegar það kom stríð og svo efnahagsþrengingar og gatið stóð tómt á klettinum. Svo þegar framkvædir hófust á ný var ákveðið að sprengja dýpra inn í klettinn og síðan var sett koparþak yfir með gluggum svo dagsljósið kemur ofan frá. Klettakirkjan er í dag fjölsótt af ferðamönnum og þykir hafa einstakan hljómburð. Fyrir ekki löngu var mikil efnistaka úr Geldinganesi og þar er nú komið stórt og ljótt klettagat. Þarna hefði ég viljað setja þak yfir, líkt og gert var í Helsinki og nota náttúrulegan klettavegginn. Þarna hefði getað orðið til tónlistar"hús", sem væri einstakt í veröldinni. Til að færa það nær miðbænum hefði svo verið hægt að byggja huggulega bátabryggju í Reykjavíkurhöfn og sigla með prúðbúna tónleikagesti, já og ráðstefnugesti, út í Geldinganes þegar svo bæri undir. "


mbl.is Furða sig á framkvæmdum við tónlistarhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband