Nú syndum við fiskarnir, sögðu hornsílin

Svo Birki Jóni finnst Sjálfstæðisflokkurinn vera óstjórntækur. Vel kann honum að sýnast svo og hann hefur fullan rétt á þeirri skoðun sinni.

Gætum samt að því út um hvaða glugga Birkir Jón skoðar útsýnið. Hann er að horfa út um glugga Framsóknarflokksins og sá gluggi getur ekki verið stór, ef hann er í einhverju hlutfalli við stærð (eða öllu heldur smæð) flokksins.

Það hlýtur að leiða af sjálfu sér að ekki háir víðsýnin þeim er búa í slíkum örflokki, sem Framsóknarflokkurinn er.

Fyrir utan það að vera slíkur dvergur á vettvangi íslenzkra stjórnmálamanna þá hefur þessi flokkur verið í þvílíkri tilvistarkreppu að flokksmenn sáu sér þann kost vænstan að kjósa til foryztu mann sem gengið hafði í flokkinn korteri fyrir formannskjör. Og er ég ekki á nokkurn hátt að kasta rýrð á þann örugglega ágæta mann með þessari athugasemd minni... svo því sé haldið til haga.

Ég leyfi mér því að halda fram að Framsóknarflokkurinn sé óstjórntækur, óáreiðanlegur og að flestu leyti til trafala í íslenzkum stjórnmálum

Framsóknarmenn geta samt haldið áfram að tala digurbarklega og sagt eins og hornsílin: Nú syndum við fiskarnir.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn óstjórntækur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband