Ég styð ljósmæður.

Það er náttúrulega ótækt að vinnudeila sem þessi sé komin í slíkan hnút. Sé vilji fyrir hendi er alltaf hægt að finna lausn.

Mér finnst maður samt ekki vita nóg um þessa deilu. Hvað eru ljósmæður í dag með í laun? Hvað eru þær að fara fram á mikið? Hvað eru sambærilegar stéttir í vinnu hjá ríkinu með í laun? Meðan þetta liggur ekki ljóst fyrir er erfitt að taka afstöðu.

Ljósmæður eiga auðvitað skilið að þeirra vinna sé metin til jafns við aðra. Að höfða til þeirrar ábyrgðar sem felst í starfinu, eins og kennurum er t.d. tamt að gera, er hins vegar alltaf vafasamt. Ábyrgð sem slík verður ekki metin til fjár og það er erfitt að skilgreina hver ber mesta ábyrgð. Strætisvagnastjórar bera t.a.m. ábyrgð á vagnfylli af farþegum og lögregluþjónar bera ábyrgð á öryggi borgaranna.

Einhver sagði mér að það hefði orðið útundan að reikna upp laun ljósmæðra þegar námstími þeirra var lengdur. Sé það rétt þá hefur foryzta Ljósmæðrafélagsins ekki staðið sig. Þó það sé í sjálfu sér engin afsökun fyrir því að ekki sé komið til móts við sanngjarnar launakröfur þeirra.

Hvað sem því líður þá styð ég ljósmæður í réttmætum kröfum þeirra. Ljósmæðrastéttin á bara það bezta skilið enda lengi vel eina fagmenntaða heilbrigðisstéttin sem almenningur í landinu hafði greiðan aðgang að.


mbl.is Árangurslaus sáttafundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eydís Hentze Pétursdóttir

Það má finna ýmsar upplýsingar á myndbandinu hér

http://www.larahanna.blog.is/blog/larahanna/

Eydís Hentze Pétursdóttir, 4.9.2008 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 4587

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband