Færsluflokkur: Bloggar

Hvað gengur seðlabankastjóra til?

Seðlabankastjóri segir: "Verði Icesave-samningnum hafnað séu hins vegar vísbendingar um að stóru bandarísku matsfyrirtækin tvö ákveði að setja lánshæfismat ríkissjóðs niður í spákaupmennskuflokk."

Eru það ekki sömu matsfyrirtækin og sögðu íslenzku bankana vera í fínu lagi kortéri fyrir hrun?

Hver ætli taki mark á þessum sömu matsfyrirtækjum í dag? Eru þau ekki búin að rýja sig öllum trúverðugleika?


mbl.is Raddir um greiðsluþrot þagna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórhættuleg og veruleikafirrt þvergirðing

Ætti þetta ekki að sannfæra flesta hugsandi menn um að bezt sé að segja NEI í kosningunum á laugardaginn?

Ég get ekki ímyndað mér að nokkur viti borinn maður taki mark á bullinu úr Jóhönnu Sigurðardóttur. 

Hagur íslenzkra fyrirtækja og heimila hefur sáralítið með Æsseif að gera. Hagur íslenzkra fyrirtækja og heimila er ofurseldur skattpíningu ríkisstjórnarinnar og fálmkenndum og máttlausum aðgerðum hennar. 

Hvernig ætti lánshæfismat landsins að batna við það að taka á sig auknar skuldir? Hvað heilvita manni dettur slíkt í hug.

Og ætli hugsanlegir fjárfestar og lánadrottnar tapi miklum svefni yfir því þó einhver pund eða evrur standi út af borðinu hjá brezkum og hollenzkum yfirvöldum? Ó, nei. Ætli það skipti þá ekki meira máli að hér sé hagstætt skattaumhverfi og styrk og skynsöm hagstjórn, sem gerir Ísland að fýsilegum kosti?

Jóhanna Sigurðardóttir er veruleikafirrt þvergirðing og það er beinlínis stórhættulegt að taka mark á henni.

 


mbl.is Menn verða að hafa kjark
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverra erinda ganga þessir menn?

Hvað gengur Vilhjálmi Egilssyni og Gylfa Arnbjörnssyni eiginlega til? Hverra erinda ganga þessir menn?

Hagþróun, fjárfestingar í atvinnutækifærum, fjármagnsflæði og lánalínur; þetta hefur nákvæmlega ekkert með Æsseif að gera. Það er almenn skattpíning bæði einstaklinga og fyrirtækja og ráð- og dáðleysi ríkisstjórnarinnar sem hafur með þetta allt að gera. Ekki það hvort sagt verður já eða nei við Æsseif á laugardaginn.

Mikil er ábyrgð þessara manna og vondur verður dómur sögunnar um þá. Rétt eins og um friðkaupendur á 4. áratug síðustu aldar, sem létu stöðugt undan til að halda friðinn þar til óvinurinn hélt að hann kæmist upp með hvað sem er. Hjá hverjum eru þessir menn á mála? Hvernig dirfast þeir að beita svona ómerkilegum aðferðum?

Hvað mig varðar er ég búinn að heyra nóg af tölum og því "hvað gæti hugsanlega gerst í versta falli ef" og "hvað megi reikna með að niðurstaðan verði ef þetta fæst fyrir hitt". Ég ætla ekki að láta "ískalt mat" ráða því hvernig ég kýs.

Ég ætla að láta réttlætiskennd mína ráða. Ég ætla að kjósa með hjartanu. Ég ætla að segja NEI!


mbl.is Gengur gegn lýðræðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í alvöru?

Er þetta ekki örugglega aprílgabb?

Ef ekki getur þá einhver gefið mér góða, ég meina virkilega góða, ástæðu fyrir svona löguðu?


mbl.is Auðveldara verði að flytja gæludýr til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valdasjúkur skaðræðisgripur

Þykist nú Álfheiður Ingadóttir vera manneskja til þess að hvetja fólk til þess að gæta að virðingu sinni og Alþingis.

Burtséð frá fáránleika þess að gera athugsemd við jafn sakleysislegt orðafar þá skulum við minnast þess að þetta er konan sem á sínum tíma hvatti fólk til árásar á Alþingi. Konan, sem þverskallaðist við tilmælum lögreglumanna, sem voru að verja Alþingishúsið. Konan, sem réðst með ofbeldi á lögreglustöðuna. Kona, sem hefur hvatt til ofbeldisverka og eignaspjalla. Að þetta skuli vera sett í forsetastól á Alþingi er óvirðing við löggjafarþingið. Að þetta skuli yfirleitt vera kosið á þing er óvirðing við Alþingi og mikil er óhæfa þeirra gæfulausu manna, karla og kvenna, sem kjósa slíkan ófögnuð til ábyrgðarstarfa.

Álfheiður Ingadóttir kemur mér fyrir sjónir sem einstaklega óyndisleg, valdasjúk og ofbeldisfull manneskja.


mbl.is Gæti að virðingu sinni og þingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veruleikafirrt þvergirðing

Það er reyndar ekki eins það hafi verið framið mannsmorð en lögbrot er jú alltaf lögbrot og lögbrot er dauðans alvara.

Í þessu tilfelli veltir maður því hins vegar fyrir sér hvort maður á frekar að hlæja eða gráta. Umfjöllunin um afbrotaferil Jóhönnu Sigurðardóttur er farin að vera eins og bráðfyndinn farsi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að hér er engu logið og aðalpersónan ætlar sér að sitja sem fastast í stól forsætisráðherra.

Alvarlegast af öllu er að þessi veruleikafirrta þvergirðing getur ekki með nokkru móti viðurkennt að hafa nokkurn tíma, meðvitað eða ómeðvitað, getað gert neitt sem orkað gæti tvímælis.

Jóhanna Sigurðardóttir er svo sannfærð um eigið ágæti og eigin óskeikulleika að öllum hugsandi mönnum, körlum og konum, hlýtur að blöskra. Nema náttúrulega hinum sauðtryggu og auðtrúa flokksdindlum Samfylkingarinnar, sem enn eru blindaðir af bjarma hins ímyndaða geislabaugs leiðtogans, en þeir flokkast víst seint undir "hugsandi fólk".


mbl.is Einnig brotleg 2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfhverfur skaðvaldur

Jóhanna Sigurðardóttir segir orðrétt: „Dettur einhverjum heilvita manni í hug, að þrjár konur, ég sem forsætisráðherra, ráðuneytisstjórinn í forsætisráðuneytinu og mannauðsráðgjafinn, sem einnig er kona, hafi eina einustu mínútu gert sér í hugarlund að þær væru að brjóta jafnréttislög ...?"

Þá vitum við það: Samkvæmt Jóhönnu Sigurðardóttur þá ætti ekki nokkrum heilvita manna að detta í hug að konur geti brotið jafnréttislög. Hugsanlega  finnst Jóhönnu Sigurðardóttur það fáránleg hugmynd að konur geti yfirleitt brotið lög.

Jóhanna Sigurðardóttir segist hafa góða samvizku. Það kemur mér á óvart. Ég vissi ekki til þess að hún hefði samvizku, góða eða slæma.

Ég ætla út af fyrir sig ekki hvorki að tjá mig efnislega um brotið né jafnréttislögin sem slík. Hins vegar er það löngu morgunljóst að Jóhanna Sigurðardóttir er sjálfhverfur skaðvaldur og það væri þjóðfélaginu og jafnvel heimsbyggðinni allri til heilla ef hún yrði tafarlaust leyst undan öllum ábyrgðarstörfum.


mbl.is Tekur niðurstöðuna alvarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótsögn á þversögn ofan...

Stóra þversögnin í þessu öllu saman er náttúrulega sú að í september 1994 sagði Jóhanna Sigurðardóttir sig úr Alþýðuflokknum en sat áfram á þingi utan flokka og síðar fyrir Þjóðvaka. Fjórum árum síðar sagði Steingrímur Joð sig úr Alþýðubandalaginu, ásamt fleirum, og sat áfram á þingi utan flokka og stofnaði síðar VG. Í dag situr Þráinn Bertelsson á þingi fyrir VG en var upphaflega kosinn fyrri Borgarahreyfinguna.

Ég ætla mér ekkert að agnúast út í slíkar hrókeringar enda hafa menn fyrir löngu sæzt á að atkvæði fylgja sæti á lista, og þ.a.l. þeim manni (karli eða konu) sem skipaði það sæti. Ekki þeim flokki sem átti listabókstafinn. Ég skil ekkert í því fólki sem pirrar sig á þessu en hefur á sama tíma uppi háværar raddir um sk. persónukjör.

Þversögnin felst í því að Jóhanna og Steingrímur Joð og stuðningmenn þeirra skuli ergja sig á því aðrir skuli feta sömu slóð og þau gerðu á sínum tíma.


mbl.is Ákveðin þversögn í kröfu um afsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stalín er ekki hér

Jóhönnu Sigurðardóttur finnst ótækt að fólk skuli hafa sjálfstæðar skoðanir. Hún skilur ekki að "hennar fólk" geti ekki andskotast til þess að gera, hugsa og segja eins og hún hefur fyrir lagt.

Jóhanna Sigurðardóttir veit ekki að tími kommúnismans er liðinn og það þykir engum rétt að stjórna með skoðanakúgun hótunum og hræðsluáróðri.

Jóhanna Sigurðardóttir heldur að enn tíðkist baráttuaðferðir flokkssystkina hennar í A-Evrópu frá því fyrir 65 árum síðan.

Jóhanna Sigurðardóttir er veruleikafirrt þvergirðing sem er ekki í neinni snertingu við raunveruleikann.


mbl.is Eru að leika sér að eldinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki nóg komið?

Það hefur lengi verið plagsiður stjórnmálaflokka að skipa "sína menn" (karla og konur) í hinar ýmsu stöður.

Sem betur fer virðist sá siður þó vera á undanhaldi enda löngu kominn tími til.

Það loddi gjarnan við Alþýðuflokkinn að vera flokka duglegastur við þessa iðju. Því miður virðist afkomandi hans, Samfylkingin ekki skilja kall tímans og hefur nú ákveðið að kenna tökubarni sínu, Bezta flokknum, sömu ósiði.

Það er með ólíkindum að menn skuli kinnroðalaust viðhafa slík vinnubrögð sem nú tíðkast hjá Orkuveitu Reykjavíkur.  Jón Gnarr var fljótur að ráða einkavin sinn, rammpólitískri ráðningu, í stól "starfandi stjórnarformanns", sem hækkaði launakostnað OR um milljón á mánuði. Sá hinn sami skipti út reyndum manni í forstjórastól fyrir sinn einkavin... og nú á sá sami að ráða næsta forstjóra án þess að kjörinni stjórn OR komi það nokkuð við. 

Ég er orðinn þreyttur á að vera þátttakandi í þessu grátbroslega leikriti...


mbl.is Ráðning forstjóra ófagleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 4593

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband