Nei, hættið nú alveg...

Þetta bjargar nú alveg deginum hjá mér.

Eiga menn ekki önnur úrræði en dramatík og leikaraskap til peppa upp fylgið hjá sér?

Blysför til Jóhönnu og blysin seld vægu verði. Það kemur þá kannske eitthvað í kassann hjá kosningasjóði Samfylkingarinnar.

Ef þetta er ekki grímulaus persónudýrkun þá veit ég ekki hvað persónudýrkun er.

Og hvað hefur sú kona að gera í formennsku sem ekki þekkir vilja almennings og þykir að auki nokkuð þver? Það er greinilega ekki um auðugan garð að gresja hjá Samfó þessa dagana.

Afsakið að ég hlæ upphátt.


mbl.is Blysför til Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Emil Örn - það er ekki bara að kerlingin sé þver og virði þjóðarhagsmuni einskis - heldur setur hún sjálfa sig ofar Stjórnarskrá Íslenska Lýðveldisins.

Þetta er "PLOTT GLORÍA" sem verið er að reyna að sveipa kerlinguna í - blysförin er "PLOTT"kapituli. Plott hönnunin hjá Samfó hefur snúist í andhverfu sína hjá þeim.

Bless

Benedikta E, 11.3.2009 kl. 16:30

2 identicon

Mér verður illt

Örn Johnson ´67 (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 21:17

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er ekki um auðugan garð að gresja hjá öðrum stjórnmálamönnum en Jóhönnu ef marka má allar skoðanakannanir síðustu tvö ár þar sem hún hefur notið trausts um 70% þjóðarinnar en aðrir stjórnmálamenn notað miklu minna og jafnvel margfalt minna fylgis.

En það er sem sagt persónudýrkun sem kemur fram í þessum skoðanakönnunum.

Ómar Ragnarsson, 11.3.2009 kl. 22:06

4 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Fyrirgefðu, Ómar, ég skil ekki alveg hvað þú ert að reyna að segja. Ég held samt að þú sért að lesa úr samhengi hjá mér. Ég sagði að mér þætti ekki um auðugan garð að gresja hjá Samfó þegar ganga þarf á konu, sem sagt er að finni ekki vilja almennings og talin þver að auki, til að gegna formannsstarfi.

Þið eruð báðir, Ægir og Ómar, út um víðan völl að leggja mér orð og hugsanir til. Hvað kemur þér, Ægir, til segja þessa athugsemd mína koma úr hörðustu átt? Hvað kemur þér, Ómar, til að segja að ég telji persónudýrkun koma fram í skoðanakönnunum. Væri ég fúllyndur að eðlisfari væri ég farinn í fýlu út í ykkur fyrir svona rugl.

Eitt er að virða fólk, eitt er að meta fólk, eitt er að dáðst að fólk. Það er hins vegar persónudýrkun þegar fara á blysför að heimili/vinnustað fólks til að votta því lotningu og grátbiðja það að taka að sér leiðtogahlutverkið... persónudýrkun er þó kannske ekki rétta orði, það mætti frekar kalla þetta tilbeiðslu.

Álit mitt á Jóhönnu, hvert svo sem það nú er, kemur hvergi fram í þessari færslu minni. Hvort hún hafi fæðst með silfurskeið í munni eða ekki er heldur ekki það sem skiptir máli.  Hvort hún hafi unnið til sinna vinsælda, hvort hún eigi þær skildar, er ekki umræðuefnið hér. Ekki einu sinni mannkostir hennar eru til umræðu. Það að ég leyfi mér að nefna "þver" og "þekki ekki vilja almennings" er tilvitnun í frétt þar sem þetta er haft eftir "blyskarlinum".

Þér kann að finnast hann fyndinn, Ægir. Í gær fannst mér hann bara hlægilegur, í dag finnst mér hann aumkunarverður.

Emil Örn Kristjánsson, 12.3.2009 kl. 10:11

5 identicon

Held að það flokkist ekki undir persónudýrkun, en vildi gjarnan að þú hefðir mætt á síðasta laugardag, ;=)

Heimir (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 11:03

6 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Þakka þér fyrir, Heimir. Ég hefði líka gjarnan viljað mæta... og það heitir ekki persónudýrkum. Það kallast að kunna að meta fólk.

Emil Örn Kristjánsson, 12.3.2009 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 4568

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband