Satt og logið um Orkuveitu Reykjavíkur

Mönnum hefur verið nokkuð tíðrætt um Orkuveitu Reykjavíkur og hefur Sjálfstæðisflokknum verið legið nokkuð á hálsi fyrir þá stöðu, sem rekstur hennar er kominn í.

Þykir öðrum það nokkuð einkennilegt þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki farið með æðstu stjórn borgarmála nema 4 ár af þeim 12 sem liðin eru frá því Orkuveita Reykjavíkur var fyrst stofnuð. Auk þess sem fulltrúar hans í borgarstjórn lögðust gegn ýmsum þeim ævintýrum sem hafa komið Orkuveitunni í þá stöðu, sem hún er nú komin í. Ævintýrum eins og risarækjueldi, gagnaveitum, kaupum á óarðbærum dreifbýlisveitum og byggingu Orkuveituhússins.

Nú á næstunni mun líta dagsins ljós úttektarskýrsla um starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur, sem ætlað er að skýra þá stöðu sem rekstur hennar er kominn í.

Hefur formaður Borgarráðs, varaformaður Samfylkingarinnar og hæstráðandi í Reykjavíkurborg lofað því að við ritum téðrar skýrslu verði fyllsta hlutleysis gætt. Til þess að tryggja að svo yrði kaus hann að  sjálfur að velja fólk til þessa verks. Varð Gestur Páll Reynisson nokkur fyrir valinu. En hann er fyrrverandi framkvæmdastjóri Sambands ungra jafnaðarmanna og fyrrum frambjóðandi Samfylkingarinnar til Alþingis auk þess að vera þekktur talmaður Samfylkingarinnar á athugasemdasíðum netmiðlanna.

Nú hefur það einnig frétzt að Eiríkur nokkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, hafi verið fenginn til þess að ritskoða títtnefnda skýrslu. Er það eftir efninu að Eiríkur þessi skuli fenginn til verksins. Ekki aðeins er hann fyrrum miðstjórnarmaður í Alþýðubandalaginu, heldur var hann pólitískur aðstoðarmaður tveggja borgarstjóra R-listans og Samfylkingarinnar einmitt á þeim tíma þegar ákvarðanir voru teknar um áðurnefnt risarækjueldi, gagnaveitufjárfestingar, kaup á dreifbýlisveitum og byggingu Orkuveituhússins auk ákvarðana um Hellisheiðarvirkjun.

Þá hefur téður Eiríkur einnig gengt því starfi að vera pólitískur aðstoðarmaður formanns Borgarráðs í orkuveitumálum á yfirstandandi kjörtímabili.

Það hlýtur að vera „draumadjobb" að fá að ritskoða skýrslu um eigin umdeild verk sín áður en hún kemur fyrir almenningssjónir og fá jafnvel að velja sér blóraböggla að vild... spyrjum samt að leikslokum og sjáum hvernig oftnefndum Eiríki tekst til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þetta er ljótur en algengur leikur vinstri manna - því miður. Það verður fróðlegt að sjá hversu langt verður gengið í blekkingarleiknum.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 10.10.2012 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 4570

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband