Aldrei má maður ekki neitt

Án þess að ég ætli að tjá mig efnislega um orð Ásbjarnar þá verð ég að segja að það er orðið vandlifað í þessu landi ef maður má ekki lengur segja það sem manni býr í brjósti á einfaldri íslenzku án þess að  einhver hagsmunahópur hörundsárra og hávaðasamra minnihlutahópa rísi upp á afturlappirnar og fari fram á opinbera krossfestingu.

Reyndar held ég að Ásbjörn hafi aðeins sagt það sem margir aðrir vildu sagt hafa en voga sér það ekki vegna hugsanlegra viðbragða.

Ég sagði reyndar áðan að ég ætlaði ekki að tjá mig efnislega um orð Ásbjarnar en ég er t.a.m. ósammála honum um sk. tónlistarhús. Ég vil sjá það rísa en reyndar með nokkuð öðrum formerkjum en áætlað er. Að byggja þetta hús skapar vinnu og bærum við gæfu til þess að skilgreina það í fyrsta lagi sem ráðstefnuhús og í öðru lagi sem tónlistarhús og markaðsettum það rétt gæti það skapa enn meiri og varandi vinnu.

Ég get alls ekki lesið það út úr orðum Ásbjarnar að hann telji listamenn almennt ekki vinna fyrir sér. Hann er í þessu samhengi að tala um sk. listamanna-"laun" og eins og þau eru hugsuð í dag þá er ég og örugglega þúsundir annarra Íslendinga fyllilega sammála honum. Ég skil ekki hvernig sk. listamenn telja sig, umfram aðrar starfstéttir, geta sótt fé í opinbera sjóði án þess að gera neitt.

Ég get vel ímyndað mér sjóð sem styrkti unga og efnilega listamenn (karla og konur) til að koma undir sig fótunum, t.d. með því að greiða þeim þokkalega laun í ár eða tvö. Ef að þeir síðan að því loknu væru búnir að hasla sér völl og farnir að lifa af list sinni þá er það vel og framlag þeirra til samfélagsins í framtíðinni í formi skatta og afleiddrar vinnu myndi fyllilega réttlæta slíkan styrk.  Ef hins vegar listamaðurinn er ekki farinn að geta lifað af list sinni eftir að hafa þegið slíkan styrk þá væru honum hollast að leita sér að einhverri annarri vinnu og hugsanlega stunda list sína sem aukavinnu eða "hobbý".

Hins vegar að greiða listamönnum, eins og gert er í dag, fúlgur fjár fyrir að gera ekki neitt er fyrir ofan minn skilning. Sérstaklega þegar litið er til þess að þeir sem þiggja eru helzt þeir sem þegar eru fyllilega matvinnungar umfram aðra kollega sína. Með fullri virðingu fyrir því fólk þá leyfi ég mér að spyrja: Hvað eru Þráinn Bertelsson, Einar Már Sigurðsson, Hallgrímur Helgason, Andri Snær Magnason og Kristín Steinsdóttir að gera á fullum launum hjá hinu opinbera án þess að þurfa að leggja nokkuð í staðinn? Ég veit ekki betur en þetta fólk sé betur sett en margir starfsbræður þeirra og systur. Og hvað á það að þýða á tímum niðurskurðar að hækka launin við þetta fólk meðan aðrir taka á sig skerðingar?

Það væri þá lágmarkskrafa að meðan listamenn þiggja laun frá ríkinu þá þyrftu þeir að skila einhverju því framlagi til hins opinbera að það gæti réttlætt slíkar greiðslur.


mbl.is Ásbjörn fundar með listamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Emil, ég er sammála þér. Það á að styrkja "listaspírur" úr okkar sameiginlega ríkissjóði og líklega væri heppilegast að stofna um það sérstakan sjóð.

Jafnframt ætti að leggja niður svokölluð heiðurslaun og verðlaunastyrki til þeirra listamanna sem þurfa ekki lengur á þeim að halda.

Glansmyndin sem teiknuð var fyrir nokkrum árum af takmarkalausu íslensku ríkidæmi er farin að fölna svolítið...

Kolbrún Hilmars, 7.10.2010 kl. 17:20

2 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Við lifum í sæluríki hins pólítíska rétttrúnaðar þar sem óæskilegar skoðanir eru litnar hornauga

Ólafur Jóhannsson, 7.10.2010 kl. 18:27

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ég er sammála þér Emil og þá sérstaklega með þessi blessuðu listamannalaun sem ég hef reyndar bloggað um sjálfur.

Sigurður Sigurðsson, 8.10.2010 kl. 00:43

4 identicon

Án þess að ég ætli að tjá mig efnislega um orð Emils Arnar þá verð ég að segja að það er orðið vandlifað í þessu landi ef maður má ekki lengur segja það sem manni býr í brjósti á einfaldri íslenzku án þess að einhver hörundsár og hávaðasamur bloggari rísi upp á afturlappirnar og fari fram á opinbera krossfestingu.

Listaspíran (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 01:23

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég er sammála Ásbirni, mér finnst að ríkið eigi ekki að styrkja listamenn með fjárframlögum og sérstaklega ekki á tímum sem þessum. Samt er ég áhugamaður um alla list og mikill aðdáandi listagyðjunnar.

Þetta snýst allt um hvernig við viljum verja þeim litlu fjármunum sem úr er að spila um þessar mundir.

Ef verið er að styrkja listamenn þá hlýtur það að vera fjárfesting, allavega vilja margir listamenn meina að þessir peningar skili sér til baka.

Hvernig stendur þá á því að margir þessara listamanna sem ríkið hefur styrkt eru ekki að selja nógu mikið til að geta framfleytt sér?

Mestu listamenn sögunnar þurftu að þola sára fátækt meðan þeir voru að koma sér á framfæri. Fátæktarbaslið virðist ekki hafa slökkt ástríður þeirra heldur þvert á móti gert þá enn ástríðufyllri. Þeir hafa oft tekið út mikinn þroska í öllum sínum erfiðleikum.

List á að hreyfa við manni, koma við hjartað og vekja upp tilfinningar bæði góðar og slæmar. Ég er ekki einn um þá skoðun þegar ég segi að margir þeir sem hafa komist í styrki hins opinbera hafa ekki hreyft við mörgum. Þetta eru oft flatir persónuleikar sem hafa af einhverjum ástæðum þörf fyrir að kallast listamenn. Sannir listamenn selja því þeir vekja upp ástríður hjá fólki. Þeir þurfa ekki styrki.

Að hækka styrki um þrjátíu og fimm milljónir til listamanna, ef ég hef tekið rétt eftir, á tíma mikils niðurskurðar, það er ísjökulköld vatnsgusa, eiginlega hörku klakaregn beint í andlit þeirra sem eiga um sárt að binda vegna kreppunnar og eru að missa heimili sín.

Jón Ríkharðsson, 10.10.2010 kl. 23:21

6 Smámynd: Eygló

Við lestur fyrstu athugasemdanna ákvað ég mína eigin. Svolitlu neðar skrifar "Listaspíra" næstum orðrétt það sem ég vildi sagt hafa.

Það er eins gott að ekki sé verið að teikna Múhammeðsmyndir...

Eygló, 11.10.2010 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband