Væri ég með hatt...

Væri ég með hatt tæki ég ofan fyrir Stefáni Jóhanni Stefánssyni. Þessi afstaða hans og frumkvæði er honum til sóma.

Ég tæki einnig ofan fyrir öllum öðrum fulltrúum í Íþrótta- og tómstundaráði, sem samþykktu bókun Stefáns Jóhanns.

Það er alger óþarfi að setja samfélagið uppnám út af jafn viðkvæmu og umdeildu máli þegar við höldum þjóðhátíð.

Víðtæk og þverpólitísk samstaða ráðsins um bókun Stefáns Jóhanns er vísbending um að þá viðhorfsbreytingu sem átt hefur sér stað í borgarstjórn Reykjavíkur og sem endurspeglar vinnubrögð  Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra. Því, eins og hún hefur sjálf sagt, þá á maður aldrei að vera á móti góðum málum, sama hvaðan þau koma.

Ég tek hins vegar ekki ofan fyrir Oddnýju Sturludóttur, sem í dag afhjúpaði stöðnuð flokkspólitísk viðhorf sín, algert skilningsleysi sitt á inntaki bókunarinnar og vanþekkingu á eðli þjóðhátíðardagsins.

Í bókun Stefáns kemur hvergi fram viðhorf hans eða annara til Evrópusambandsins eða umræddrar aðildarumsóknar. Eina sem farið er fram á er að ekki verði tekist á um þetta umdeilda mál á þessum eina degi.


mbl.is Varpi ekki skugga á 17. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

HEYR !!!

Hjörtur J. Guðmundsson, 21.5.2010 kl. 17:30

2 identicon

Stærsti skugginn fellur á hátíðarhöldin vegna fyllerís...það er búið að eyðileggja þennan dag síðustu árin....getur varla orðið mikið verra...!

Snæbjørn Bjornsson Birnir (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 18:59

3 identicon

Það er dálítið skondið að lesa bókun Oddnýjar því hún er í sjálfu sér kjarni málsins. "17. júní á ... ekki að vera dagur andstæðra fylkinga í Evrópumálum" ... einmitt!!!

Oddný hefði átt að styðja meirihlutabókunina fyrst hún er sammála honum um þetta.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 02:57

4 identicon

Þessi hugmynd er ótímabær patriotismi, sem gerir okkur enn hlægilegri en við þegar erum á meðal þjóða.

Við þurfum á aðstoð að halda, einhver verður að taka í hendina  á óvitanum, svo hann fari sér ekki algjörlega að voða.

Umsókn um aðild að EU varpar engum skugga á þjóðhátíðardaginn, þvert á móti sýnir hún að við viljum betra land fyrir börn okkar og barnabörn. Það er hrunið, incompetence og sýndarmennskan, sem varpar skugga á þjóðhátíðardaginn, en ekki áhugi okkar á EU. Hættum þessari afneitun og afturhaldssemi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 08:16

5 identicon

... sagði einn ESB-sinninn mjóróma röddu.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 09:00

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já, mjóróma eru þær að verða þessar landsöluraddir.

"Hvað er í boði?" spurði ýsan þegar hákarlinn vildi fá´ða hjá henni.

Árni Gunnarsson, 22.5.2010 kl. 12:29

7 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Þakka ykkur öllum fyrir innlitið.

Haukur, þú misskilur einnig inntak bókunarinnar. Hér er einfaldlega ekki verið að ræða um ESB sem slíkt. Það kann vel að vera að þér þyki þessu umsókn löngu tímabær en þú verður að horfast í augu við þá staðreynd að það eru fráleitt allir sammála þér.

Þetta er viðkvæmt deilumál, sem bezt er látið liggja milli hluta á þjóðhátímardaginn. Það er það eina sem farið er fram á.

Emil Örn Kristjánsson, 25.5.2010 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 4581

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband